Íþrótta- og tómstundanefnd

Íþrótta- og tómstundanefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem B-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Íþrótta- og tómstundanefnd skipa 3 fulltrúar og jafnmargir til vara, kosnir af bæjarstjórn. Nefndin hefur umsjón með tómstunda- og forvarnastarfi sveitarfélagsins. Undir hana heyra félagsmiðstöðvar, námskeiðahald fyrir börn og ungmenni og samningar og samskipti við félagasamtök á borð við íþróttafélög og aðra þá sem bjóða upp á starfsemi fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Þá heldur nefndin utan um rekstur íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.

Formaður íþrótta- og tómstundanefndar gerir tillögu að dagskrá funda í samráði við starfsmann nefndarinnar, boðar til funda og stýrir þeim. Fundir nefndarinnar eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði, í 2. eða 4. viku, utan sumar- og jólaleyfa.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt fyrir Íþrótta- og tómstundanefnd

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt um stjórn og fundarsköp

pdf merki Launakjör bæjarfulltrúa og nefndafólks

Nafn Staða Netfang

Íþrótta- og tómstundanefnd - aðalmenn

Íþrótta- og tómstundanefnd - varamenn

Starfsmenn íþrótta- og tómstundanefndar