Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóhanni Karli Briem þar sem lagt er til að frisbígolfaðstaða á Fljótsdalshéraði verði bætt.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að sá möguleiki verði skoðaður að völlur sem gerður var fyrir Unglingalandsmót 2017 verði settur upp í Selskógi ótímabundið.
Fyrir liggur erindi sem barst á Betra Fljótsdalshéraði og snýr að hugmynd um hjólabraut á skólalóð.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindinu og vísar hugmyndinni að hjólabraut til þeirrar staðsetningar sem áður hefur verið bókað um, s.s. við Samfélagssmiðju.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.
4.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til samþykktar fyrirliggjandi drög að nýjum reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að ekki verði breyting á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum fyrir árið 2021 að öðru leyti en því að við bætist gjald fyrir leigu á nýjum sal skv. fyrirliggjandi gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.
8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021
Það staðfestist hér með að fundargerð er í samræmi við tölvupóst sem sendur var að fundi loknum og hefur fengið samþykkt nefndarmanna.
__________________________________
Bylgja Borgþórsdóttir
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar umsóknina og verður hún tekin fyrir ásamt öðrum við næstu styrkúthlutun nefndarinnar í október.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.