Íþrótta- og tómstundanefnd

64. fundur 20. ágúst 2020 kl. 14:45 - 15:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Fimleikar fyrir stráka - Fimleikahringurinn

Málsnúmer 202005208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fimleikasambandi Íslands þar sem óskað er eftir styrk vegna Fimleikahringsins sem Fimleikar fyrir stráka fóru í sumar.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar umsóknina og verður hún tekin fyrir ásamt öðrum við næstu styrkúthlutun nefndarinnar í október.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Tillaga um bætta frísbígolf aðstöðu á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202008070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóhanni Karli Briem þar sem lagt er til að frisbígolfaðstaða á Fljótsdalshéraði verði bætt.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að sá möguleiki verði skoðaður að völlur sem gerður var fyrir Unglingalandsmót 2017 verði settur upp í Selskógi ótímabundið.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.Hjólabraut á skólalóð

Málsnúmer 202007036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi sem barst á Betra Fljótsdalshéraði og snýr að hugmynd um hjólabraut á skólalóð.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindinu og vísar hugmyndinni að hjólabraut til þeirrar staðsetningar sem áður hefur verið bókað um, s.s. við Samfélagssmiðju.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til samþykktar fyrirliggjandi drög að nýjum reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Gervigrasvöllur í Selbrekku

Málsnúmer 202007035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði sem snýr að gervigrasvelli í Selbrekku.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið og leggur til að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki málið upp.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 201910176Vakta málsnúmer

Starfsáætlun nefndarinnar til yfirferðar og umfjöllunar.

7.Gjaldskrár 2021 - íþrótta- og tómstundanefnd

Málsnúmer 202008034Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að ekki verði breyting á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum fyrir árið 2021 að öðru leyti en því að við bætist gjald fyrir leigu á nýjum sal skv. fyrirliggjandi gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 202004145Vakta málsnúmer

Í vinnslu.
Það staðfestist hér með að fundargerð er í samræmi við tölvupóst sem sendur var að fundi loknum og hefur fengið samþykkt nefndarmanna.
__________________________________
Bylgja Borgþórsdóttir

Fundi slitið - kl. 15:50.