Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 202004145

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 62. fundur - 30.04.2020

Fyrir liggur rammi fjárhagsáætlunar íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2021.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar m.a. í samstarfi við forstöðumenn sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 63. fundur - 28.05.2020

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020 ásamt gögnum frá forstöðumönnum sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti meðfylgjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 65. fundur - 10.09.2020

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2021.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt til bætt verði við fjárhagsramma nefndarinnar fjármagni fyrir Sumarfrístund 2021 og Skapandi sumarstörfum 2021.

Þá leggur nefndin til að fjárhagsrammi hennar verði víkkaður þannig að hægt verði að útfæra tómstundaframlag, eða jöfnunarframlag af einhverju tagi, til að tryggja jöfn tækifæri allra barna og ungmenna í nýju sveitarfélagi til þess að stunda íþróttir og aðrar skipulagðar tómstundir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.