Íþrótta- og tómstundanefnd

62. fundur 30. apríl 2020 kl. 15:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur æskulýðsstefna sveitarfélagsins til umræðu, yfirferðar og eftirfylgni.

Íþrótta- og tómstundanefnd minnir aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins á að hafa æskulýðsstefnu sveitarfélagsins að leiðarljósi í sinni vinnu.

Samþykkt samhljóða.

2.Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201904113Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um styrki íþrótta- og tómstundanefndar sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2020.

Alls bárust níu umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja fimm þeirra.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Sumarbúðir KMA 2020 - Ævintýraflokkur, umsækjandi Kirkjumiðstöð Austurlands, kr. 100.000
- Tour de Ormurinn 2020, umsækjandi UÍA, kr. 150.000
- Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar, umsækjandi Lífheimur ehf., kr. 150.000
- Stofnun rafíþróttadeildar, umsækjandi Sigrún Jóna Hauksdóttir, kr. 500.000
- Vetrareiðnámskeið fyrir krakkar, umsækjandi Freyfaxi Æskuliðsstarfsemi, kr. 150.000

Samþykkt samhljóða.

3.Íþróttahreyfingin og Covid-19

Málsnúmer 202004024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um stöðu íþróttafélaganna á Fljótsdalshéraði.

4.Heilsuefling

Málsnúmer 202004143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi samgöngusamninga við starfsfólk sveitarfélagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2021, þá með tilliti til hreyfi- og heilsueflingarstyrks starfsfólks.

Samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 202004145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur rammi fjárhagsáætlunar íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2021.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar m.a. í samstarfi við forstöðumenn sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða.

6.Frístund 2020-2021

Málsnúmer 202002030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fræðslunefndar vegna Frístundar 2020-2021.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að unnin verði aðgerðaáætlun á grundvelli skýrslu starfshóps um Frístundastarfsemi og þannig tryggt að sú framtíðarsýn sem þar er sett fram fái framgang. Nefndin leggur til að starfsmaður vinni málið áfram í samvinnu við fræðslustjóra.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir þá áherslu á að við niðurröðun tíma í íþróttahúsinu í haust verði tekið tillit til þarfa Frístundar og tryggt að starfsemin fái rými þar nú þegar aðstaða í íþróttahúsinu stækkar mikið með tilkomu fimleikasalarins.

Samþykkt samhljóða.

7.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum, húsnæðismál

Málsnúmer 202001041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að húsnæði fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum og frístundahúsnæði við Egilsstaðaskóla.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir með fræðslunefnd og hvetur nýja sveitarstjórn til að setja þessa framkvæmd inn í langtímaáætlun nýs sveitarfélags og vinna að framgangi þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Sumarstörf 2020

Málsnúmer 202004164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar auglýsing um sumarstörf hjá Fljótsdalshéraði sumarið 2020.

9.Skautasvell

Málsnúmer 201910165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umræða um framtíðar skautasvell við Samfélagssmiðjuna.

Málinu er frestað til næsta fundar.

10.Nýung - rafræn félagsmiðstöð

Málsnúmer 202004165Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar upplýsingar um félagsmiðstöðvarstarf á meðan á lokun félagsmiðstöðva stendur.

11.Hreyfivika 2020

Málsnúmer 202004166Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá UMFÍ um Hreyfiviku 2020.

12.Hjólað í vinnuna 2020

Málsnúmer 202004167Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá ÍSÍ vegna Hjólað í vinnuna 2020.

Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að gera þeim sem vilja hjóla í vinnuna það auðveldara, t.d. með því að bæta aðstöðu til að geyma hjól og annan búnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Það staðfestist hér með fundargerð er í samræmi við tölvupóst sem sendur var að fundi loknum og hefur fengið samþykkt nefndarmanna.

________________________________
Bylgja Borgþórsdóttir
Verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála

Fundi slitið - kl. 17:00.