Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138

Atvinnu- og menningarnefnd - 67. fundur - 09.04.2018

Fyrir liggja til umsagnar drög að Æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs frá starfshópi um mótun stefnunnar, dagsett 22. mars 2018.

Starfsmanni falið að koma athugasemdum nefndarinnar til starfshópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89. fundur - 11.04.2018

Páll Sigvaldason mætti til fundar kl. 17:50.
Lögð eru fram lokadrög að æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 41. fundur - 25.04.2018

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar til starfshópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 90. fundur - 25.04.2018

Lögð eru fram lokadrög að æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við æskulýðstefnunna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 08.05.2018

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með fyrirliggjandi drög að æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið og þakkar vandaða vinnu í þessum mikilvæga málaflokki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 42. fundur - 23.05.2018

Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með vandaða vinnu við æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Nefndin samþykkir stefnuna og vísar henni til bæjarstjórnar til lokasamþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 43. fundur - 12.07.2018

Fyrir liggur æskulýðsstefna sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96. fundur - 29.08.2018

Lögð er fram til kynningar æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs sem samþykkt var í byrjun júní.

Lagt fram til kynningar

Atvinnu- og menningarnefnd - 73. fundur - 10.09.2018

Fyrir liggur til kynningar Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs sem samþykkt var í byrjun júní.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar stefnunni. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.09.2018

Lögð fram til kynningar æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs og þau atriði sem snúa beint að ungmennaráði.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 62. fundur - 30.04.2020

Fyrir liggur æskulýðsstefna sveitarfélagsins til umræðu, yfirferðar og eftirfylgni.

Íþrótta- og tómstundanefnd minnir aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins á að hafa æskulýðsstefnu sveitarfélagsins að leiðarljósi í sinni vinnu.

Samþykkt samhljóða.

Atvinnu- og menningarnefnd - 104. fundur - 11.05.2020

Fyrir liggur Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs.

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 6. maí 2020 var bókað: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og minnir aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins á að hafa æskulýðsstefnu sveitarfélagsins að leiðarljósi í sinni vinnu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnastýra íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála verði boðuð á fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Atvinnu- og menningarmálnefnd Fljótsdalshéraðs hvetur allar nefndir og ráð að hafa í heiðri Æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs.

Lagt fram til kynningar.