Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með vandaða vinnu við æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Nefndin samþykkir stefnuna og vísar henni til bæjarstjórnar til lokasamþykktar.
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 6. maí 2020 var bókað: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og minnir aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins á að hafa æskulýðsstefnu sveitarfélagsins að leiðarljósi í sinni vinnu.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnastýra íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála verði boðuð á fund nefndarinnar.
Starfsmanni falið að koma athugasemdum nefndarinnar til starfshópsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.