Íþrótta- og tómstundanefnd

42. fundur 23. maí 2018 kl. 17:00 - 18:25 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111

Undir þessum lið mætti Stefán Eyjólfsson og gerði grein fyrir afstöðu CrossFit Austur til rekstrar sveitarfélagsins á tímum í kjallara Héraðsþreks.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Stefáni fyrir komuna og leggur til að ný nefnd taki málið til skoðunar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð samráðshóps um skíðasvæðið í Stafdal - 15. maí 2018

Málsnúmer 201805106

Fundargerð samráðshóps um skíðasvæðið í Stafdal 15. maí 2018 lögð fram til kynningar.

3.Sumarnámskeið 2018 - styrkbeiðni

Málsnúmer 201805087

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Pálssyni vegna beiðni um styrk fyrir sumarnámskeiði félagsmiðstöðvarinnar Nýungar.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að tómstundanámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Dansnámskeið, styrkumsókn

Málsnúmer 201805068

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Svanhvíti Antonsdóttur fyrir dansnámskeiði sem halda á á Fljótsdalshéraði í lok maí.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að námskeiðið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143

Fyrir liggur rammaáætlun fyrir málaflokka íþrótta- og tómstundanefndar sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. maí 2018.

Íþrótta- og tómstundanefnd harmar niðurstöðu bæjarráðs um niðurskurð fjárhagsáætlunar, þar sem gert var ráð fyrir bráðnauðsynlegum verkefnum.
Nefndin leggur áherslu á eftirfarandi málefni og hvetur næstu nefnd til að huga að þeim:
- Forvarnamál. Að ítreka nauðsyn þess að öll svið vinni saman að forvarnamálum, t.d. með hópastarfi í Nýung og Vegahúsi og aukinni samvinnu við skóla á svæðinu.
- Samningar við íþrótta- og tómstundafélög. Að hægt verði að endurskoða og endurhugsa samninga og styrk sveitarfélagsins við íþrótta- og tómstundafélög á svæðinu, m.a. með tilliti til viðbragðsáætlana gegn hvers kyns ofbeldi, forvarnagildis skipulagðra íþrótta- og tómstunda og aðgengis fyrir alla.
- Selskógur. Að hægt verði að klára kaup og uppsetningu útiæfingatækja í Selskógi líkt og hefur verið lengi í bígerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138

Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með vandaða vinnu við æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Nefndin samþykkir stefnuna og vísar henni til bæjarstjórnar til lokasamþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um styrk/ Urriðavatnssund 2018

Málsnúmer 201805102

Fyrir liggur umsókn um styrk vegna Urriðavatnssunds 2018.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði að lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:25.