Fjölskyldur fatlaðra barna skulu eiga kost á stuðningsfjölskyldu eftir því sem þörf krefur. Hlutverk hennar er að taka fatlað barn í umsjá sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess og gefa börnunum möguleika á aukinni félagslegri þátttöku. Samið er um ákveðinn dagafjölda í mánuði, oftast 2-3 sólarhringar og foreldrar eru hafðir með í ráðum um val á fjölskyldu. Þörf fyrir þjónustu er metin í hverju tilfelli fyrir sig út frá fötlun barns og aðstæðum fjölskyldu. Heimilt er í sérstökum tilfellum að veita fjölskyldum einstaklinga eldri en 18 ára þjónustu stuðningsfjölskyldu. Hér má finna reglur um stuðningsfjölskyldur og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.