- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fjölskyldur fatlaðra barna skulu eiga kost á stuðningsfjölskyldu eftir því sem þörf krefur. Hlutverk hennar er að taka fatlað barn í umsjá sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess og gefa börnunum möguleika á aukinni félagslegri þátttöku. Samið er um ákveðinn dagafjölda í mánuði, oftast 2-3 sólarhringar og foreldrar eru hafðir með í ráðum um val á fjölskyldu. Þörf fyrir þjónustu er metin í hverju tilfelli fyrir sig út frá fötlun barns og aðstæðum fjölskyldu. Heimilt er í sérstökum tilfellum að veita fjölskyldum einstaklinga eldri en 18 ára þjónustu stuðningsfjölskyldu. Hér má finna reglur um stuðningsfjölskyldur og hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað.