Náttúruverndarnefnd

Náttúruverndarnefnd er ein af fastanefndum Fljótsdalshéraðs og flokkast sem C-nefnd. Um réttindi og skyldur fastanefnda er fjallað í samþykktum fyrir viðkomandi nefnd, í VI. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og í 37. og 40.-53. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Náttúruverndarnefnd er skipuð 3 fulltrúum og jafnmörgum til vara, sem kosnir eru af bæjarstjórn. Nefndin er skipuð á grundvelli 14. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og er ætlað að fjalla um náttúruvernd í sveitarfélaginu í samræmi við fyrirmæli framangreindra laga, til að mynda með umfjöllun um gróðurvernd og friðlýsingu svæða.

Formaður náttúruverndarnefndar stýrir fundum hennar, boðar til þeirra og stillir upp dagskrá í samráði við starfsmann nefndarinnar. Nefndin fundar að jafnaði fjórum sinnum á ári og er boðað til funda þegar þurfa þykir.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt fyrir náttúruverndarnefnd

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt um stjórn og fundarsköp

pdf merki Launakjör bæjarfulltrúa og nefndafólks

Nafn Staða Netfang

Náttúruverndarnefnd - aðalmenn

Náttúruverndarnefnd - varamenn

Starfsmaður náttúruverndarnefndar