Náttúruverndarnefnd

16. fundur 20. janúar 2020 kl. 16:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Sigríður Ruth Magnúsdóttir aðalmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Ragnhildur Rós sat fundinn undir fyrstu fjórum erindum og yfirgaf fundinn kl. 17 og tók Ruth þá sæti á fundinum.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun náttúruverndarnefndar 2020

Málsnúmer 201906103Vakta málsnúmer

Rætt um gerð starfsáætlunar, einkum með hliðsjón af sameiningu sveitarfélaga og breyttri skipan náttúruverndarmála innan þess. Fram kom að ekki var í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir sérstökum kafla fyrir náttúruverndarnefnd, en gert ráð fyrir einhverjum verkefnum hennar á liðum sem tilheyra öðrum nefndum. Nefndin er sammála um að gerð verði starfsáætlun sem útlisti þau verkefni á málefnasviðinu sem vinna beri að á árinu og hún afgreidd á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 201911016Vakta málsnúmer

Rætt um útmörk þess svæðis sem unnið verður með í verkefninu. Náttúruverndarnefnd telur að skynsamlegt sé að halda áherslu verkefnisins fyrst og fremst á votlendissvæði yst á Héraði auk fjalllendis austan og norðan megin Héraðs og út á annes.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201902089Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

4.Stórurð til framtíðar. Ástandsúttekt og framtíðarsýn

Málsnúmer 201910190Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með skýrslur landvarða og þá vinnu sem unnin hefur verið. Nefndin leggur áherslu á að framhald verði á verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2019

Málsnúmer 201905175Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd telur ástæðu til að hafa áhyggjur af landbroti á Víðum og Víðihólmum, sem er svæði á náttúruminjaskrá. Einnig telur nefndin ástæðu til að skoðað verði hvort landbrot á sér stað á bökkum Lagarfljóts í Húsey, sem einnig er á náttúruminjaskrá. Nefndin beinir því til Landsvirkjunar að horft verði sérstaklega til að vernda svæði á náttúruminjaskrá fyrir landbroti sem til er komið vegna aukins vatnsmagns í Lagarfljóti eftir virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2019

Málsnúmer 201909068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa

Málsnúmer 201910122Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd vill fyrir hönd Fljótsdalshéraðs þakka Umhverfisstofnun og öllum fundargestum fyrir komuna og lýsir yfir ánægju með efni fundarins og þær umræður sem þar fóru fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017

Málsnúmer 201910118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 201711050Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd samþykkir að fulltrúar í nefndinni móti sameiginlega tillögu að umsögn um málið þar sem áhersla verði lögð á að draga fram spurningar og vangaveltur sem nýst geti við áframhaldandi vinnslu málsins. Óskað er eftir því að bæjarráð taki tillöguna til afgreiðslu á fyrsta fundi sínum í febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 201808014Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd samþykkir að fulltrúar í nefndinni móti sameiginlega tillögu að umsögn um málið þar sem áhersla verði lögð á að draga fram spurningar og vangaveltur sem nýst geti við áframhaldandi vinnslu málsins. Óskað er eftir því að bæjarráð taki tillöguna til afgreiðslu á fyrsta fundi sínum í febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.