Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 201808014

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 434. fundur - 13.08.2018

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97. fundur - 12.09.2018

Drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar hefur verið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Lagt fram til kynningar.

Fundi frestað til næsta dags.

Náttúruverndarnefnd - 10. fundur - 21.09.2018

Fyrir fundinum liggja drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar auk náttúruverndarnefndar.

Náttúruverndarnefnd leggur áherslu á eftirfarandi atriði í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar:
1) Skýra þarf samspil stjórna og ráða sem sveitarfélög eiga aðild að annars vegar og forstjóra og annarra starfsmanna stofnunarinnar hins vegar.
2) Mikilvægt er að stjórnun svæða og ákvarðanir séu á hendi heimafólks.
3) Mikilvægt er að innviðauppbygging nýrrar stofnunar verði víða um land í samræmi við markmið 4. tl. 5. gr. frumvarpsdraganna.
4) Áríðandi er að innan hvers umdæmis sé starfstöð með föstu starfsfólki.
5) Mikilvægt er að stofnunin verði landsbyggðastofnun og að staðsetning höfuðstöðva hennar endurspegli það.
6) Forsenda þess að vel takist til með nýja stofnun, ef af verður, er að tryggt verði nægt fjármagn til að hún geti sinnt verkefnum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 16. fundur - 20.01.2020

Náttúruverndarnefnd samþykkir að fulltrúar í nefndinni móti sameiginlega tillögu að umsögn um málið þar sem áhersla verði lögð á að draga fram spurningar og vangaveltur sem nýst geti við áframhaldandi vinnslu málsins. Óskað er eftir því að bæjarráð taki tillöguna til afgreiðslu á fyrsta fundi sínum í febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.