Umhverfis- og framkvæmdanefnd

97. fundur 12. september 2018 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að eftirfarandi málum yrði bætt við dagskrá og eru þau nr. 16 umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri brú við Klaustursel og nr. 17 smalaslóði í Sauðahlíðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803145

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019.

Guðlaugur Sæbjörnsson kom á fundinn og kynnti ramma að fjárhagsáætlun 2019 og fór yfir stöðu ársins 2018.

Fjárhagsáætlun 2019 áfram í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

2.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2019

Málsnúmer 201808175

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur gerð starfsáætlunar fyrir 2019.

Í vinnslu.

3.Vetrarþjónusta í þéttbýli

Málsnúmer 201809040

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag vetrarþjónustu í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur bygginga- og skipulagsfulltrúa að vinna að því að endurnýja og/eða gera nýja samninga við verktaka í snjómokstri í takti við núverandi fyrirkomulag. Samningarnir skulu gerðir til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kári Ólason sat fundinn undir þessum lið.

4.Vetrarþjónusta í dreifbýli.

Málsnúmer 201807009

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag vetrarþjónustu í dreifbýli.

Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að vinna að verkefninu í takt við umræðu á fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Götuheiti á Hallormsstað

Málsnúmer 201809001

Fyrir umhverfis- og framkæmdanefnd liggur fyrir að ganga frá götuheitum og staðfangaskrá í þéttbýlinu á Hallormsstað.

Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að ljúka við frágang á götuheitum og staðfangaskrá í þéttbýlinu á Hallormsstað í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir það að tillögu sinni að ónefnd gata á Hallormsstað fái heitið Staðargata.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Upplýsingaskilti, staðsetning og útlit

Málsnúmer 201804033

Fyrir liggja hugmyndir um útlit skilta í skiltastanda sem voru áður til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd 11. apríl 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um útlit skilta og skiltastanda. Áfram verði unnið að verkefninu hjá sveitarfélaginu þannig að endurnýjun á þeim stöndum sem fyrir eru verði lokið á fyrrihluta næsta árs. Nefndin leggur áherslu á að til viðbótar við stofnkostnað við skilti verði hóflegt árgjald innheimt af fyrirtækjum sem kjósa að setja skilti í skiltastanda sveitarfélagsins þannig að auglýsingar fyrirtækja sem ekki lengur eru í rekstri falli sjálfkrafa af skiltastöndum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ábending/ ósk um uppsetningu á spegil við gatnamót Lagarfell og Lágafells

Málsnúmer 201809018

Erind frá íbúa um uppsetningu á spegli við gatnamót Lagarfells og Lágafells.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar að ljúka við uppsetningu spegils við gatnamót Lagarfells og Lágafells hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hraðahindrun - Kelduskógar

Málsnúmer 201801134

Erindi af Betra Fljótsdalshéraði um uppsetningu á hraðahindrun í götunni Kelduskógum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar innsent erindi, ekki er stefnt að uppsetningu hraðahindrunar að svo stöddu en gangbraut verður merkt með gangbrautarskilti. Samhliða verður skoðuð afstaða gangbrautahliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á Laufási 14

Málsnúmer 201806138

Fyrirhugað byggingarleyfi hefur verið í grenndarkynningu frá 9. ágúst sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið þar sem athugasemdir hafa ekki borist í grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi, Éyjólfsstaðaskógi 36

Málsnúmer 201809039

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundaskógi í landi Eyjólfsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið fái
afgreiðslu í samræmi við 3. málsgrein 43. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um byggingarlóð / Klettasel 7

Málsnúmer 201809002

Erindi dagsett 03.09.2018, þar sem Brynjar Már Eðvaldssson sækir um lóðina Klettasel 7, Egilsstöðum.

Frestað.

12.Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 201808014

Drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar hefur verið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Lagt fram til kynningar.

Fundi frestað til næsta dags.

13.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018

Málsnúmer 201809014

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að opnað verður fyrir umsóknir næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða öðru hvoru megin við mánaðamótin september-október.

Í vinnslu.

14.Sparkvöllur á suðursvæði, Egilsstöðum.

Málsnúmer 201809019

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir erindi frá íbúa suðursvæðis vegna staðsetningu sparkvallar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið sem og öll önnur erindi, bæði skrifleg og munnleg, sem borist hafa nefndinni, formanni nefndarinnar og starfsmönnum vegna framtíðarstaðsetningar sparkvallar sem tekinn var niður á Hallormsstað. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur flest þau sjónarmið sem fram hafa komið bæði með og á móti staðsetningu sparkvallar á Suðursvæði eiga fullan rétt á sér. Nefndin þarf því að vega og meta vægi þeirra. Þyngst vegur að börn sunnan Fagradalsbrautar hafa í lítið að sækja utandyra á sínu búsetusvæði utan skólatíma án þess að þurfa að þvera umferðarþungar götur. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmönnum sveitarfélagsins að ganga sem fyrst í það verk að setja niður sparkvöll frá Hallormsstað á suðursvæði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Byggingar- og skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Málið áfram í vinnslu.


16.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri brú við Klaustursel.

Málsnúmer 201809055

Umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri brú við Klaustursel.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir brú verði samþykkt með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Smalaslóði í Sauðahlíðum

Málsnúmer 201809051

Erindi frá Lárusi Dvalinssyni þar sem óskað er eftir styrk til slóðagerðar í Sauðahlíðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu þar sem það er í ósamræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008- 2028
(sjá kafla 9.14 Óbyggð svæði).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.