Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 109. fundur - 22.01.2014

Til umræðu er endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins á Egilsstöðum. Fyrir liggur tölvupóstur frá Halldóru Hreggviðsdóttur hjá Alta ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að þiggja boð Halldóru um kynningu á fyrirtækinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 113. fundur - 26.03.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 19.3.2014 þar sem Egill Guðmundsson lýsir yfir áhuga f.h. ARKÍS, að fá tækifæri til að halda áfram með þróun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur eðlilegt að Arkís verði boðið að taka þátt í verðkönnun eða útboði á breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20. fundur - 25.03.2015

Til umræðu er breyting á deiliskipulagi fyri miðbæ Egilsstaða.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Til umræðu er breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.

Freyr vék af fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boða fulltrúa frá Arkís til fundar, til að fara yfir deiliskipulag Miðbæjar Egilsstaða og meta umfang deiliskipulagsvinnunnar, þannig að hægt sé að meta kostnað við deiliskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 10.06.2015

Lögð eru fram drög að verklýsingu fyrir endurskoðun á Miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Lögð eru fram drög að verklýsingu fyrir endurskoðun á Miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Lögð er fram tillaga frá ARKÍS um þóknun fyrir endurskoðun á miðbæjarskipulaginu á Egilsstöðum dagsett 23.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við ARKÍS um framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Lögð er fram tillaga frá ARKÍS um þóknun fyrir endurskoðun á miðbæjarskipulaginu á Egilsstöðum dagsett 23.06. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samninga við ARKÍS um framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Til umræðu er deiliskipulag Miðbæjar Egilsstaða og skipan í stýrihóp verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilnefna eftirfarandi aðila í stýrihóp vegna endurskoðunar Miðbæjarskipulagsins:
Frá umhverfis- og framkvæmdanefnd Árni Kristinsson, Ágústa Björnsdóttir og Páll Sigvaldason.
Frá Þjónustusamfélaginu Ívar Ingimarsson.
Frá Make hópnum Anna María Þórhallsdóttir og Steinrún Ótta Stefánsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Til umræðu í umhverfis- og framkvæmdanefnd var deiliskipulag Miðbæjar Egilsstaða og skipan í stýrihóp verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna eftirfarandi aðila í stýrihóp vegna endurskoðunar Miðbæjarskipulagsins:
Frá umhverfis- og framkvæmdanefnd Árni Kristinsson, Ágústa Björnsdóttir og Páll Sigvaldason.
Frá Þjónustusamfélaginu Ívar Ingimarsson.
Frá Make hópnum Anna María Þórhallsdóttir og Steinrún Ótta Stefánsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stýrihópur miðbæjarskipulags - 4. fundur - 07.01.2016

Til umræðu er endurskoðun á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða. Fyrir lágu tillögur 1 og 2 um fyrirkomulag á lóðinni Kaupvangur 4.

Niðurstaða:
Samþykkt að ræða tillögurnar á næsta fundi stýrihópsins. Hópurinn samþykkti að boða skuli til fundar með húsfélaginu Kaupvangi 6 ákveða fundartíma síðar.
Rætt var um að láta Strikið deyja út til norðurs t.d. á móts við Fjóluvang, ræða þarf þetta betur. Umræða var um að bæta við bílastæðum vestan við bílastæðin vestan við Hótel Hérað.
Næsti fundur verður 21. janúar 2015, athuga þarf með fundartímann.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30

Stýrihópur miðbæjarskipulags - 5. fundur - 14.01.2016

1. Fara yfir fundargerð síðasta fundar
2. Fara betur yfir forsendur deiliskipulagsvinnunnar (drög að skipulagsforsögn frá 16.12.15) og fundur stýrihóps 7.1.16
3. Fundur N1 og Arkís og Ómars og afstaða N1 til verulegra breytinga auk fyrirhugaðra framkvæmda á núverandi húsi
4. Þjóðvegur 1 og Fagradalsbraut, aðkoma Vegagerðarinnar
5. Hugmyndaskissur Arkís, sjá viðhengi annars vegar fyrir norðurhlutann og svo um nálgun á endurskoðun skipulagsins út frá heildinni
6. Skipulagslýsing-upplýsingar til hagsmunaaðila og nærsamfélagsins
7. Næstu skref í forsagnar ? og skipulagsvinnu
8. Önnur mál

Niðurstaða:

verkheiti: Miðbær Egilsstaða, endurskoðun á deiliskipulagi, fundargerð 5

málefni: Fundur um stöðu verkefnis og framvindu þess

staður: Símafundur dags: 14.01.2016

tími: 15:00-17.00


hönn.-samr. : --
viðstaddir:
Anna María Þórhallsdóttir 861-9074 annathorhalls@gmail.com Make hópurinn
Steinrún Ótta Stefánsdóttir 892-1690 steinrun@gmail.com Make hópurinn
Ívar Ingimarsson 857-3689 muggur77@hotmail.com Þjónustusamfélagið
Ómar Þröstur Björgólfsson 470-0700 omar@egilsstadir.is Skipulagsfulltrúi
Egill Guðmundsson 822-2064 egill@ark.is Arkís
Sigurbjörg H. Gunnbjörnsd. 511-2060 sibba@ark.is Arkís

dreifing:
Fundarmenn og stýrihópur

Umsjón
1 Fundargerð, helstu atrið, sjá ennfremur meðfyljandi tillögur sem ræddar voru á fundinum.

? Farið var yfir fundagerð 3, og fundagerð 4 (stýrihópurinn hittist 7.jan 2016).
? Ómar hafði rætt við Vegagerða (Svein) og þær hugmyndir um að Þjóðvegur 1 færist ekki og þverun fyrir gangandi yfir Fagradalsbraut. Vegagerðin mun koma með tillögur og hitta okkur á næsta fundi 28. Jan 2016. Vegagerðin reiknar frekar með hringtorgi en ljósastýrðum gatnamótum.
? Farið var yfir fund sem Arkís og Ómar áttu með N1 5.jan (Hafsteini og Guðný) um tillögu að færa bensínstöðina í nýju deiliskipulagi og fyrirhuguðum framkvæmdum þeirra og framtíðarsýn (færslu á bensíndælum). N1 ætlar einnig a[ senda tillögur ASK arkitekta af hugmyndum um breytingu á núverandi stöð miðað við að dælur flytjist suður fyrir stöðina.
? Stýrihópur ætlar að óska eftir því að fá fund með N1 mönnum og ræða hugsanlega færslu á bensínstöðinni. Einnig kom fram að N1 er með erfðafestusamning og ekki vitað hvenær olíutankarnir eru komnir á tíma vegna færslu.
? Arkís mun gera tillögu af fyrirkomulagi þar sem bensínstöðin er óhreyfð og byggt verði austan megin við hana (að Strikinu) Sem hægt verður að kynna fyrir N1.
? Lögð var fram tillaga ARKÍS að uppsetningu á FTP svæði á server ARKÍS og hvernig aðgangi yrði háttað og ákveðið var að setja hann upp.
? Farið var yfir skipulagsforsögn sem send var 17.12.2015 og farið yfir helstu forsendur við endurskoðun deiliskipulagsins og næstu skref (núverandi stöðu, breyting á miðbæjarskipulagi, vegamál og mögulegum áföngum í skipulaginu).
? Rætt var hvort það þurfi ekki að gera jarðvegskönnun og mæla jarðvegsdýpi þar sem gamla tjaldsvæðið var. Ómar kannar það.
? Egill kynnti hugmyndskissur 1 og 2 af norðurhluta sem sendar voru á stýrihópinn fyrir fundin sem tekur mið af gangandi og hjólandi vegfarendum (borgargata) og hugmyndum kringum hótelið (vestur megin við Miðvang).
? Egill kynnti einnig hugmyndskissur A,B,C og D sem taka til yfirlits, skipulags tengdu Vegagerðinni og mögulegum áfanga ? á áhersluskiptingum.
? Ákveðið var að Arkís myndi skoða suðursvæðið lauslega fyrir næsta fund.


2 Annað
?


3 Næsti fundur
Næstu fundur verður Skype-fundur fimmtudaginn 28.jan kl, 14:00 eða 15:00?


Fleira ekki gert og fundi slitið
_______________________________
SHG/EG

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39. fundur - 27.01.2016

Til umræðu er breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða. Lagðar eru fram hugmyndir að breytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir.
Nefndin óskar eftir því við stýrihópinn að fundartími hópsins verði endurskoðaður, þannig að fulltrúar úr umhverfis- og framkvæmdanefnd geti setið fundina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stýrihópur miðbæjarskipulags - 6. fundur - 28.01.2016

Tillaga að dagskrá:

Fara yfir síðustu fundargerð

Fara yfir stöðu ?þjóðvegamála?, þ.e fyrirhuguð gatnamót á þjóðvegi 1 og Fagradalsbraut og sund sem halda átti með Sveini

Ræða stöðu N1 og hvernig bensínstöðvarmálið kemur inn í forsögnina

Ræða nánar mikilvæg atriði sem hafa áhrif á endanlega forsögn sem þarf að gera sem grunn að deiliskipulagsbreytingunni

Kynningarmál fyrir hagsmuna aðila og íbúa

Ræða tillögur sem fylgja

Önnur mál

Næstu skref í verkefninu

Niðurstaða:

verkheiti: Miðbær Egilsstaða, endurskoðun á deiliskipulagi, fundargerð 6

málefni: Fundur um stöðu verkefnis og framvindu þess

staður: Símafundur dags: 28.01.2016

tími: 14:00-16:00


hönn.-samr. : --
viðstaddir:
Árni Kristinsson 828-1496 arni@egilsstadir.is U og F nefnd
Anna María Þórhallsdóttir 861-9074 annathorhalls@gmail.com Make hópurinn
Steinrún Ótta Stefánsdóttir 892-1690 steinrun@gmail.com Make hópurinn
Ívar Ingimarsson 857-3689 muggur77@hotmail.com Þjónustusamfélagið
Ómar Þröstur Björgólfsson 470-0700 omar@egilsstadir.is Skipulagsfulltrúi
Egill Guðmundsson 822-2064 egill@ark.is Arkís
Sigurbjörg H. Gunnbjörnsd. 511-2060 sibba@ark.is Arkís

dreifing:
Fundarmenn og stýrihópur
Umsjón
1 Fundargerð, helstu atrið, sjá ennfremur meðfyljandi tillögur sem ræddar voru á fundinum.
? Farið var yfir fundagerð 5 og voru ekki gerðar neinar athugasemdir.

? Ómar var ekki búin að fá gögn frá Vegagerðinni (Svein) um þær hugmyndir að Þjóðvegur 1 færist ekki og þverun fyrir gangandi yfir Fagradalsbraut. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að gerð jarðvegskönnun og mæla jarðvegsdýpi þar sem gamla tjaldsvæðið var, enda aðstæður þannig að það er ekki hægt sem stendur.

? Rætt var um N1 og framtíðarplönum þeirra, samkvæmt teikningu ASK arkitekta. Um er að ræða endurbætur á núverandi húsi og færslu á dælum þangað sem að núverandi þvottaplan er.

? Stýrihópur hefur hug á að fá fund með N1 mönnun og langar að reyna selja þeim hugmyndina að færa bensínstöðina að Strikinu. Ekki voru teknar neinar ákvarðanir með það eða hvort slíkur fundur muni fara fram.

? Arkís sagði frá fund sem þau áttu með Bjarna Gunnarssyni umferðaverkfræðingi hjá Hnit. Farið var lauslega yfir þá punkta sem fóru fram á þeim fundi. Það helsta var að skoða þarf vegalengdir milli gatnamóta frá Hringvegi og Fagradalsbautar. Rætt var um kosti og galla á hvort gatnamótin yrðu ljósastýrð í plani eða sem hringtorg. Hvort sem yrði fyrir valinu væri líklega að það þarf að færa gatnamótin aðeins utar. Einnig var rætt um að minnka hraðan á Fagradalsbraut niður í 30 Km/klst. Ákveðið var að Arkís gæti nýtt sér ráðgjöf Bjarna áfram og gera tillögu að minni háttar færslu þjóðvar um sýna hefðbundin gatnamót í plani.

? Arkís benti á Leiðbeiningarit Þjóðvegir í Þéttbýli frá 2010 frá Vegagerðinni þar sem hún opnar á möguleika að lækka hraðan niður í 30 Km/klst. Nánar í kafla 3.5 Leyfilegur hámarkshraði og í undirkafla, Leyfilegur hámarkshraði lægri en 50 Km/klst kemur fram að:
"Heimilt er að ákveða lægri hraða en 50 km/klst ef önnur áættanleg leið, með leyfilegum hámarkshraða 50 km/klst eða hærri, er til staðar fyrir gegnumstreymisumferð, sérstaklega þungaumferð.
Þar sem óvarðir vegfarendur, þá sérstaklega börn, þurfa að sækja skóla, tómstundir eða þjónustu yfir veginn er heimilt að leyfa lægri hraða en 50 km/klst í gegnum miðbæjarkjarna þó að önnur ásættanleg leið sé ekki til staðar að því gefnu að lækkun leyfilegs hámarkshraða sé ásættanleg m.t.t. þjónustustigs. Þetta á við í undantekningartilvikum þegar ekki er mögulegt að færa þjóðveginn eða að koma fyrir undirgöngum, göngubrú, umferðarljósum eða öðru sem er til þess fallið að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.
Eftirfarandi er til viðmiðunar um lengd kafla með leyfilegan hámarkshraða lægri en 50
km/klst: 40 km/klst 100-600m og 30 km/klst 100-300 m"
Einnig er vert að benda á það að almennt hefur lægri hraði í för með sér minni hljóðmengun en við ákveðnar kringumstæður geta hraðatakmarkandi aðgerðir aukið hljóð- og loftmengun, t.d. vegna ójafnari aksturshraða, sjá nánar í kafla 3.7, eða þegar ekið er yfir hellulagt yfirborð. Rit Vegagerðarinnar verður sent sem fylgiskjal með þessari fundagerð.

? Rætt var um tillögur sem sendar voru fyrir fundin (hugmyndaskissa 3 og hugsanlegri þróun á miðkjarna og suðursvæði.
Ómar upplýsti að almennt litist stýrihópi vel á allar þær hugmyndaskissur sem gerðar hafa verið til. Í framhaldinu væri gott að fá heildstæðamynd af skipulaginu norðurhluta, miðkjarna og suðurhluta sem teiknuð verði upp að meiri nákvæmi. Ómar hyggst kynna þessar tillögur fyrir hagsmunaaðilum innan miðbæjarsvæðisins og síðan á almennum borgarafundi.

Arkís mun fara í þá vinnu og verður skoðuð útfærsla á Hringvegi sem færist um 15-20 metra við gatnamót Hringvegi og Fagradalsbraut. Aðkeyrslur frá Hringbraut og Fagradalsbraut. Bílastæðahús B2 verður en inni á skipulagi.

? Ívar kom inn á hvort hægt væri að gera einhverjar breytingar í sumar sem myndu styður það sem við værum að leggja fram í breytingum á deiliskipulaginu. Arkís benti á minnisblað sem var fylgiskjal með fundagerð 2 (dags. 03.12.2015), þar sem að þegar hefur verið stungið upp á nokkrum atriðum, en ætlaði einnig að lista upp frekari möguleika, sjá 2 annað.

? Næstu skref eru að Arkís geri heildstæðatillögu, sem tekur um 3 vikur. Einnig verða gerð drög að skipulagsforsögn í samræmi við tillöguna

2 Annað
? Hugmyndir hvað hugsanlega er hægt er að gera núna í sumar til að bæta aðgengi fyrir íbúa.
? Gera bráðabirgða garð við gömlu símstöðina, bekkir, gróður.
Leyfa Nettó að breikka núverandi bílastæði svo að þá nái um 17metrum á breidd.
? Setja steypueiningar á nokkrum stöðum svo bílar hindri ekki aðgengi fyrir gangandi vegfarendur inn á göngustíga.
? Mála hvítar þverlínur á Fagradalsbraut til að hægja á umferðarhraða.
? Gróðursetja meðfram Fagradalsbraut þar sem að ekki verður hróflað við svæðum í breytingu á deiliskipulaginu.
? Setja polla, gróðurker á valda staði ofl.
? Athuga hvort hægt sé að fá lögregluheimild til að gera aðkeyrslu inn á Miðvang frá Fagradalsbraut að einstefnu yfir sumartímann

3 Næsti fundur
Næstu fundur var ekki dagsettur og verður boðaður í samráði við Ómar.


Fleira ekki gert og fundi slitið
_______________________________
SHG/EG

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða. Lagðar voru fram hugmyndir að breytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir.
Bæjarstjórn tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar og óskar eftir því við stýrihópinn að fundartími hópsins verði endurskoðaður, þannig að fulltrúar úr umhverfis- og framkvæmdanefnd geti setið fundina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stýrihópur miðbæjarskipulags - 7. fundur - 03.03.2016

Fyrir liggur heildartillaga frá Arkís.

Fundarefni:

? Fara yfir fyrirliggjandi heildartillögu frá Arkís með tilliti til hugmyndar, samsetningar byggðar, þar með N1 og opinna svæða og umferðarmál

? Fara yfir næstu skref og hvenær uppfærð tillaga á tölvutæku formi þarf að liggja fyrir til kynningar í skipulagsnefnd

? Fara yfir næstu skref á eftir umfjöllun í skipulagsnefnd þ.e. umfjöllun í bæjarstjórn

? Fara yfir hvenær líklegt er að kynning verði fyrir hagsmunaaðilum og íbúum

? Önnur mál


verkheiti: Miðbær Egilsstaða, breyting á deiliskipulagi
málefni: Verkhönnun
staður: Símafundur dags: 03.03.2016
tími: 17:00
hönn.-samr. : --


viðstaddir:
Árni Kristinsson 828-1496 arni@egilsstadir.is U og F nefnd
Páll Sigvaldason 893-3652 pall@egilsstadir.is U og F nefnd
Anna María Þórhallsdóttir 861-9074 annathorhalls@gmail.com Make hópurinn
Steinrún Ótta Stefánsdóttir 892-1690 steinrun@gmail.com Make hópurinn
Ívar Ingimarsson 857-3689 muggur77@hotmail.com Þjónustusamfélagið
Ómar Þröstur Björgólfsson 470-0700 omar@egilsstadir.is Skipulagsfulltrúi
Egill Guðmundsson 822-2064 egill@ark.is Ráðgjafi
Sigurbjörg H. Gunnbjörnsd. 511-2060 sibba@ark.is Ráðgjafi

1 Fundargerð
? Egill og Sigurbjörg fóru yfir fyrstu drög að heildarbreytingum á deiliskipulagi miðbæjarins, en drögin eru byggð á fyrri vinnu stýrihóps og skipulagshönnuða og þeim tillögum sem að þegar hafa verið ræddar á fyrr stýrihópsfundum.

Umræður voru um tillöguna og er stýrihópurinn almennt vel sáttur við hana, m.a form bygginga við Strikið miðað við tillögu að sniði í þessar byggingar:
Mál sem sértaklega voru rædd:
-Rætt var um stærð á Miðvangi 1 og hæð á nýjum byggingum við Laufvang sem kunna að skyggja á útsýni úr veitingasal hótelsins. Málið verður skoða nánar.
-Rætt var um að minnka og lækka byggingu við enda Miðvangs til norðurs og hafa sem blandaða notkun þ.e. bæði atvinna og mögulegar íbúðir á efri hæðum.
-Kaupvangur 2 verður varðveittur í sinni mynd og leyfðar breytingar á þaki
( kvistir ) . Einnig þarf að búa til nýjan byggingarreit og þá fellur núverandi byggingarheimild samkvæmt deiliskipulag fyrir nýtt hús á sömu lóð úr gildi.
-N1 bensínstöð. Ákveðið að miða að einhverju leiti við nýjar tillögur N1 um færslu á dælum við núverandi hús.
-Sagt var frá aðkomu Bjarna Gunnarssonar umferðaverkfræðings hjá Hnit að skoðun á helstu gatnamálum á þjóvegi 1 og Fagradalsbraut ásamt því að gera akstursgreiningar á ákveðnum stöðum þegar að tillaga að endanlegu skipulagi liggur fyrir. Sérstaklega var bent á akstursferla stórra ökutækja.
-Ákveðið var að setja inn möguleika á byggingarreitum fyrir smáhýsi á suðurhluta tjaldsvæðis. Það þarf að skoða betur áður en að tillaga verður gerð.
-Skoða betur hvernig koma megi fyrir stæðum fyrir stór ökutæki sem tengjast konu Norrænu og reyna að dreifa þessum stæðum. Meðal annars var nefnt að not svæðið neðan við "Sláturhúsi" sem stæði fyrir stærri bíla og einnig innan tjaldsvæðisins. Þá eru einnig sérstök stæði fyrir stóra bíla við nýja götu Sólvang sunnan bensínstöðvar og á lóð í nágrenni við hótelið við Miðvang.
- Rætt var um æskilega breidd á göngugötunni ( Strikinu ) þar sem að hún er þrengst. Miðað við núverandi tillögu er hún minnst 8 m á milli húsa. Skipulagshönnuðir fara betur yfir forsendur fyrir æskilegri breidd.

Önnur mál
Ómar hafði rætt við Skipulagsstofnun um gerð skipulagslýsingar. Þess þarf ekki
á meðan að um breytingu eða endurskoðun er að ræða. Egill benti á að
í raun væri um nánast nýtt deiliskipulag að ræða, sem þó mætti skoða sem
endurskoðun á þegar samþykktu skipulagi.
Aðalskipulagsmál. Egill benti á að líklega þarf að gera aðalskipulagsbreytingu
Samfara deiliskipulagsbreytingunni sem fyrirhuguð er. Ákveðið var að Arkís hafi
Beint samband við Árna hjá Alta sem sér um aðalskipulagsmálin.
Næstu skref
Ekki er fyrirhugaður annar fundur hjá stýrihópnum að sinni en Ómar mun
kynna tölvugerða útfærslu af tillögunni, sem er til umræðu á fundinum,
fyrir umhverfis ? og framkvæmdanefnd 9 mars og þarf að fá uppdráttinn frá
Arkís deginum áður.
Ráðgert er að kynna tillöguna fyrir bæjarstjórn þann 23.mars og þá þurfa
snið og nánari tölulegar upplýsingar að liggja fyrir og akstursgreiningar Bjarna
Kynningarfundur fyrir hagsmunaaðilum og íbúum verður ákveðinn síðar, en kostur væri að halda hann fyrir 26. Apríl, en þá er annar fundur hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.30


_______________________________
Egill Guðmundsson

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Lögð eru fram fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vinnu verði haldið áfram með framlögð drög. Nefndin samþykkir að boðaður verði kynningarfundur með hagsmunaaðilum og síðar verði íbúafundur þar sem skipulagið verður kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Lögð eru fram fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vinnu verði haldið áfram með framlögð drög. Bæjarstjórn samþykkir að boðaður verði kynningarfundur með hagsmunaaðilum og síðar verði íbúafundur þar sem skipulagið verður kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lagt er fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða til skoðunar ásamt gögnum frá Arkís um þá vinnu sem talin er ólokið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða til umræðu, jafnframt er starfsmanni falið að koma á fjarfundi með ráðgjöfum verksins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63. fundur - 08.02.2017

Lögð eru fram drög að breyttu deiliskipulagi fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar á framvindu verksins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna framvindu verksins fyrir vinnuhóp.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 86. fundur - 28.02.2018

Farið yfir stöðu deiliskipulags miðbæjarins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Arkis haldi áfram vinnu við deiliskipulagið á forsemdum fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89. fundur - 11.04.2018

Benedikt Stefánsson sat fundinn undir þessum lið
Farið yfir stöðu skipulagsmála í miðbæ Egilsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93. fundur - 27.06.2018

Á fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar komu Egill Guðmundsson og Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir frá Arkis og Anna María Þórhallsdóttir frá Sniddu fóru yfir stöðu Miðbæjarskipulags.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95. fundur - 15.08.2018

Farið var yfir deiliskipulag miðbæjarins eins og það var kynnt á fundi nefndarinnar 27. júní sl. Málið áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97. fundur - 12.09.2018

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Byggingar- og skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Málið áfram í vinnslu.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100. fundur - 24.10.2018

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101. fundur - 14.11.2018

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Mál í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 102. fundur - 28.11.2018

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103. fundur - 12.12.2018

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir Skype-fundi með skipulagsráðgjafa á næsta fundi.

Mál í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104. fundur - 09.01.2019

Skipulagsráðgjafi fór yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Frestað vegna forfalla skipulagsráðgjafa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105. fundur - 23.01.2019

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu deiliskipulags miðbæjar.

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 106. fundur - 13.02.2019

Miðbæjarskipulag tekið til umfjöllunar eftir vinnufund sem haldinn var þann 7. febrúar sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi uppdrátt með fyrirvara um að byggingarreitur við Miðvang 1 - 3 verði fjarlægður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107. fundur - 27.02.2019

Farið er yfir framlag skipulagsráðgjafa frá síðasta fundi.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 108. fundur - 13.03.2019

Fyrir fundi liggja þrjár tillögur sem sendar hafa verið á Vegagerðinna varðandi vegamót Skriðdalsvegar.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110. fundur - 10.04.2019

Farið yfir stöðu deiliskipulags miðbæjar.

Fyrirliggjandi gögn lögð fram til kynningar. Deiliskipulagstillaga er tilbúin til almennrar kynningar á næstum vikum. Stefnt að opnum kynningarfundi í lok apríl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 111. fundur - 02.05.2019

Farið yfir stöðu deiliskipulags miðbæjar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa kynningarfund þann 16. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112. fundur - 15.05.2019

Farið yfir skýrslu Vegagerðarinnar, Umferðaröryggismat miðbæjarskipulags Egilsstaða.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114. fundur - 12.06.2019

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Mál í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115. fundur - 26.06.2019

Til umfjöllunnar er greinargerð deiliskipulags miðbæjarins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 54. fundur - 22.08.2019

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
- Bílastæðum gjarnan fækkað.
- Stuðlað að góðu aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, m.a. hjólastígum.
- Gert sé ráð fyrir hjólagrindum víða.
- Gert sé ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.
- Fjölskylduvæn afþreyingarsvæði séu skilgreind.
- Áhersla skipulagsins sé á að íbúar sveitarfélagsins nýti svæðið sem mest og að skipulagið endurspegli stefnu sveitarfélagsins sem heilsueflandi samfélag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 90. fundur - 26.08.2019

Á fundinn undir þessum lið mætti Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson sem kynnti tillögur að deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121. fundur - 23.10.2019

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar að lokinni kynningu.

í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130. fundur - 08.04.2020

Farið yfir stöðu á miðbæjarskipulagi.

Björn Ingmarsson bæjarstjóri og Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar fóru yfir vinnu starfshóps og stöðu miðbæjardeiliskipulags.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Kynning á niðurstöðum starfshóps um miðbæjarskipulag.

Kynning á minnisblaði frá starfshóp um miðbæjarskipulag.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Tillaga að endurskoðuðu miðbæjarskipulagi lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi frá því að það var kynnt í maí á síðasta ári.

Mál í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134. fundur - 10.06.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur greinagerð miðbæjarskipulags Fljótsdalshéraðs. Deiliskipulagið var til kynningar fyrir ári síðan og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu.
Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið með hagsmunaaðilum að úrlausnum við ábendingum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingar á tillögu verði samþykktar og tillaga auglýst að nýju og verði málsmeðferð í samræmi við 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Auglýsingu er lokið frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Ein athugasemd barst frá þremur aðilum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa fram komnum athugasemdum til ráðgjafa til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137. fundur - 26.08.2020

Auglýsingu er lokið frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Ein athugasemd var tekin fyrir á síðasta fundi nefndarinnar. Nú liggur fyrir umsögn Minjastofnunar.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fundaði ásamt ráðgjöfum með Skipulagsstofnun í dag vegna málsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagstillögu í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að sækja um undanþágu til Minjastofnunar vegna fornleifaskráningar og húsakönnunar sem liggur ekki fyrir en verður unnin á næstu mánuðum.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Borist hefur umsögn frá Vegagerðinni. Ekki eru gerðar athugasemdir í umsögn Vegagerðarinnar við deiliskipulagið enda hefur það verið unnið í nánu samráði við Vegagerðina.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda umsögnina til skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.