Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

242. fundur 07. september 2016 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Adda Birna Hjálmarsdóttir varamaður
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 352

Málsnúmer 1608007Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.5 Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 1.5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 1.2 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

1.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

1.2.Fundargerð 44. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201608107Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.3.Notkun á höfundaréttarvörðu efni í skólastarfi

Málsnúmer 201608070Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.4.Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki

Málsnúmer 201608087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

1.5.Byggðaráðstefnan 2016

Málsnúmer 201608088Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna byggðaráðstefnu sem haldin verður á Breiðdalsvík 14. - 15. september 2016. Fram kom að bæjarstjóri mun sækja ráðstefnuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og hvetur bæjarfulltrúa og viðkomandi starfsmenn til að mæta og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við þá varðandi mætingu og ferðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201506130Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Björgunarsveitina Jökul á grundvelli framangreindra samningsdraga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

Málsnúmer 201608102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

1.8.Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun

Málsnúmer 201608108Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun, bréf dagsett 24. ágúst og óskað umsagnar eigi síðar en 31. ágúst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og bendir á að sú vika sem sveitarfélögum er ætluð til umsagnar verður að teljast óviðunandi umsagnarfrestur.
Bæjarstjórn vísar málinu þó til umhverfis- og framkvæmdanefndar, ásamt framkomnum athugasemdum, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé liðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 353

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.4. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.4 og 2.5. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 2.3, 2.5 og 2.8. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 2.3 og 2.5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 2.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.3 og 2.5. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.5 og Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 2.5.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Lagt fram.

2.2.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008Vakta málsnúmer

Lagt fram.

2.3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 30. ágúst 2016

Málsnúmer 201608120Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með byggingarnefnd og samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi um uppgjör við Velferðarráðuneytið og Framkvæmdasjóð aldraðra á þeim nótum sem kynnt hefur verið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Fundargerð 212. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201609001Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna liðar 2a í fundargerð HEF, beinir bæjarstjórn því til HEF, sem og almennt til annarra undirfyrirtækja sveitarfélagsins, að á bak við ákvarðanir um styrki sem veittir eru liggi minnisblað sem er aðgengilegt fyrir eigendur og endurskoðendur, ef slíkar upphæðir eru ekki bókaðar í fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 201011096Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar SSA frá, 18. ágúst, þar sem lýst er yfir gríðarlegum vonbrigðum með þann farveg sem hið opinbera hefur sett málefni innanlandsflugvallar í Reykjavík í. Samhliða þessum afdrifaríku ákvörðunum, hafa yfirvöld ekki lagt fram neina áætlun eða stefnu um það hvernig tryggja eigi öryggi og heilsu íbúa á Austurlandi og um land allt. Það er skýlaus krafa að úr því verði bætt án tafar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi vegna gistingar/Tjarnarbraut 17

Málsnúmer 201608090Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Sænautasel - Merki

Málsnúmer 201608116Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.8.Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur

Málsnúmer 201609002Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar tillögunni og hvetur til þess að starfshópur um mat á starfssemi náttúrustofa, sem þar er lagður til, verði settur á fót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 38

Málsnúmer 1608008Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.1 og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 3.1.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að stofnaður verði undirbúningshópur til að vinna að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum. Einnig verði skoðuð möguleg starfsemi félagsheimilisins Hjaltalundar við verkefnið.
Framangreint er þó háð því að fyrir liggi að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir slíka starfsemi.
Atvinnu- og menningarnefnd falið að skipa umræddan starfshóp.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Styrkbeiðni vegna Ljóðagöngu í skógi 2016

Málsnúmer 201608068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Litl ljóða hámerinni vegna Ljóðagöngu í skógi sem fram fer í haust í Hallormsstaðaskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Styrkbeiðni vegna Litlu ljóðahátíðarinnar 2016

Málsnúmer 201608069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Litl ljóða hámerinni vegna Litlu ljóðahátíðarinnar sem haldin var í ágúst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Ósk um samstarf við Ferðamálastofu vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

Málsnúmer 201606126Vakta málsnúmer

Lagt fram.

3.5.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

Málsnúmer 201607001Vakta málsnúmer

Lagt fram:

3.6.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53

Málsnúmer 1608010Vakta málsnúmer

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 151

Málsnúmer 1608005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.2.Beiðni um nafnbreytingu á landi/Eyvindará 3

Málsnúmer 201608042Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Önnu Birnu Snæþórsdóttur, óskað er eftir nafnbreytingu á lóðinni Eyvindará 3, landnúmer 201328. Nýtt nafn lóðarinnar verði Stakkaberg.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Eigendastefna fyrir þjóðlendur

Málsnúmer 201510053Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög Forsætisráðuneytisins, Eigendastefna fyrir þjóðlendur dags. 27.7. 2016 til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að reglur um ráðstöfun tekna sem fást af auðlindanýtingu innan þjóðlenda verði gerðar skýrari líkt og kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Að öðru leyti er erindið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Félagið Villikettir /beiðni um samstarf

Málsnúmer 201608055Vakta málsnúmer

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

4.5.Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173Vakta málsnúmer

Lagður er fram deiliskipulags uppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála unnin af Mannviti að undangenginni kynningu á skipulagslýsingu.
Á fundi bæjarstjórnar 6.4. 2016 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags Snæfellsskála, skipulagslýsingin var til kynningar frá 8. júní til 30. júní 2016. Óskað var eftir umsögnum við skipulagsáformum og ábendingum frá íbúum.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr.51 þann 6.7. 2016 var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma umsögnum á ráðgjafa til yfirferðar.

Nú liggur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd að lokinni vinnu ráðgjafa dags.29.7. 2016, útg.4.02

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð verði auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Umferðaröryggishópur

Málsnúmer 201407098Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.7.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041Vakta málsnúmer

Málið er í vinnslu, sbr. bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar.

4.8.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201608021Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi HJH ehf. Umsókn um byggingarlóð. HJH ehf. sækir hér með um lóð nr. 4 við Hamra á Fljótsdalshéraði til byggingar einbýlishúss.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis og framkvæmdanefndar samþykktir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201606047Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd afturköllun á lóðarúthlutun Miðás 26 þann 24.8. 2016. Með vísan í skilmála útsent bréfs, Staðfesting lóðarúthlutunar dags. 28.6.2016, samþykkti umhverfis- og framkvæmdanefnd afturköllun á lóðarúthlutun og fól skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Borist hefur ósk frá umsækjanda um frest á afturköllun lóðarúthlutunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir frest til 15. október nk. Að þeim tíma liðnum skal umsókn um lóð Miðás 26 fara aftur fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, hafi greiðsla ekki borist fyrir lok frests og mun þá afturköllun lóðarúthlutunar vera staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar/Finnsstaðir

Málsnúmer 201608075Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Benedikts G. Líndal, Umsókn um stofnun nýrrar landeignar í fasteignaskrá, dags. 17. ágúst 2016.
Stofnuð verður ný lóð út úr Finnsstöðum 1, landnúmer 158082 sem mun bera heitið Finnsstaðaholt 2.
Stærð Finnsstaða 1 fer úr 209,9 ha í 196,1 ha. Ný stofnuð lóð verður því 13,8 ha.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar á Breiðumörk 2, Jökulsárhlíð

Málsnúmer 201608067Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Skarphéðins S. Þórhallssonar fyrir hönd jarðeiganda, Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð/nýjar lóðir, dags. 16.8. 2016.
Logg - landfræði og ráðgjöf, fyrir hönd Sleðbrjótur hf. óskar eftir að stofna lóð úr Breiðumörk 2, landnúmer 158850. Heiti nýrrar lóðar verði Breiðamörk 3 og skrá skuli 3 mannvirki á hinni nýju lóð sem verður 1,0 ha. að stærð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201506116Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.13.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201604030Vakta málsnúmer

Lögð er fram kostnaðaráætlun á tillögu að minnisvarða / útilistaverki í tilefni þess að síðar á þessu ári verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Melbourne. Erindið var síðast á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 27.4. 2016. Kostnaðaráætlunin lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn staðsetningu verksins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 23

Málsnúmer 1608009Vakta málsnúmer

Til máls tók: Adda Birna Hjálmarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.2.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs. Málið hefur áður verið á dagskrá sbr. málsnúmer 201510014 og 201605138.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk óbreytt

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ABH)

5.3.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201608002Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.4.Forvarnadagur 2016

Málsnúmer 201511089Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn og niðurstöður Forvarnadagsins sem haldinn var á vegum ungmennaráðs í maí síðast liðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og lýsir yfir ánægju með forvarnadaginn og þá vinnu sem fram fór á honum. Þá hvetur bæjarstjórn tómstunda- og forvarnafulltrúa og forstöðumann félagsmiðstöðvar til að vinna áfram með niðurstöðurnar og nýta þær til frekara tómstunda- og forvarnastarfs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Félagsmálanefnd - 146

Málsnúmer 1608001Vakta málsnúmer

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Rekstur Félagsþjónustu 2016

Málsnúmer 201608025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.2.Rekstraráætlun Félagsþjónustunnar 2017

Málsnúmer 201608056Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

6.3.Frumvarp til laga um félagsþjónustu

Málsnúmer 201602115Vakta málsnúmer

Drög að frumvarpi til laga um fatlað fólk og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga voru tekin til umræðu í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála félagsmálanefnd og tekur undir þær athugasemdir sem koma fram í minnisblaði til Velferðaráðuneytisins frá fulltrúum sveitarfélaga í starfshópi um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um þjónustu við fatlað fólk.
Í drögum félagsþjónustulaganna er gert ráð fyrir tveim pólitískum samráðshópum, annars vegar í málefnum fatlaðs fólks og hins vegar í málefnum eldri borgara. Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs setur spurningamerki við nauðsyn slíkrar ráðstöfunar. Í 11. gr. sömu laga er talað um að taka skuli mið af gjaldi fyrir almenningssamgöngur, en nefndin leggur til að þess í stað komi fram að heimilt er að hafa til hliðsjónar gjald fyrir almenningssamgöngur á svæðinu og samanburð á gæðum þjónustunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Uppfærðar reglur um sérstakar húsaleigubætur 2016

Málsnúmer 201608093Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að uppfærðum reglum um sérstakar húsaleigubætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni.

Málsnúmer 201608094Vakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079Vakta málsnúmer

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varamaður B-lista í fræðslunefnd hefur óskað eftir tímabundnu leyfi út september 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Páll Sigvaldason taki hennar sæti sem varamaður í fræðslunefnd umrætt tímabil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.