Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu

Málsnúmer 201506116

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Lagt er fram minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. apríl 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að allt húsnæði í sveitarfélaginu sem notað er til sölu gistingar verði skattlagt skv. skattflokki C frá 01.01.2016.
Starfsmanni falið að birta auglýsingu þar um sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Lagt er fram minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. apríl 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að allt húsnæði í sveitarfélaginu sem notað er til sölu gistingar verði skattlagt skv. skattflokki C frá 01.01.2016.
Starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að birta auglýsingu þar um sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Til umræðu eru íbúðir og mannvirki sem leigð eru til ferðaþjónustu.
Jón Jónsson hrl. fer yfir lagalegu hlið málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jóni Jónssyni hrl. fyrir upplýsingarnar. Að öðru leyti er vísað í fyrri bókun nefndarinar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36. fundur - 25.11.2015

Lögð er fram drög að verklagsreglum vegna mannvirkja sem leigð eru til ferðaþjónustu.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37. fundur - 09.12.2015

Lögð er fram tillaga að verklagsreglum um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að verklagsreglum um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50. fundur - 22.06.2016

Lagt er fram að nýju verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna sem samþykkt var í bæjarstjórn 16.12.2015. Erindið er lagt fram að nýju til endurskoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347. fundur - 27.06.2016

Í umhverfis- og framkvæmdanefnd voru lagðar fram að nýju verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði, nýtt til útleigu til ferðamanna, sem samþykkt var í bæjarstjórn 16.12. 2015. Erindið var lagt fram að nýju til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum.
Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um hvernig önnur sveitarfélög hafa verið að bregðast við.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lagðar eru fram að nýju Verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna dagsett 4.12.2015, til endurskoðunar.

Á fundi umhverfis- og framvkæmdanefndar þann 22.6.2016 var lagt til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum. Á fundi bæjarráðs þann 27.6.2016 var tekið undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd að tekið verði til athugunar í bæjarstjórn takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum. Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um hvernig önnur sveitarfélög hafa verið að bregðast við.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur til skoðunar samantekt starfsmanns um breytingar á Seyðisfirði og Djúpavogi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu en felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tillögu að reglum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 53, dagsett 24.8.2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögu að reglum vegna sölu gistingar í íbúðarhverfum.
Lagt er fyrir nefndina drög, Samþykkt, Verklagsreglur sveitarstjórnar vegna breytta notkun húsnæðis og umsögn Jón Jónssonar frá lögmannsstofunni Sókn ehf. á þeim drögum.
Meðfylgjandi máli eru samþykktar verklagsreglur Seyðisfjarðar og Vík í Mýrdal um breytta notkun íbúðarhúsnæðis til sölu gistingar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu til fundar í febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.