Lagt er fram minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. apríl 2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að allt húsnæði í sveitarfélaginu sem notað er til sölu gistingar verði skattlagt skv. skattflokki C frá 01.01.2016. Starfsmanni falið að birta auglýsingu þar um sem fyrst.
Lagt er fram minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. apríl 2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að allt húsnæði í sveitarfélaginu sem notað er til sölu gistingar verði skattlagt skv. skattflokki C frá 01.01.2016. Starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að birta auglýsingu þar um sem fyrst.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að verklagsreglum um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu.
Lagt er fram að nýju verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna sem samþykkt var í bæjarstjórn 16.12.2015. Erindið er lagt fram að nýju til endurskoðunar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum.
Í umhverfis- og framkvæmdanefnd voru lagðar fram að nýju verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði, nýtt til útleigu til ferðamanna, sem samþykkt var í bæjarstjórn 16.12. 2015. Erindið var lagt fram að nýju til endurskoðunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum. Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um hvernig önnur sveitarfélög hafa verið að bregðast við.
Lagðar eru fram að nýju Verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna dagsett 4.12.2015, til endurskoðunar.
Á fundi umhverfis- og framvkæmdanefndar þann 22.6.2016 var lagt til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum. Á fundi bæjarráðs þann 27.6.2016 var tekið undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd að tekið verði til athugunar í bæjarstjórn takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum. Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um hvernig önnur sveitarfélög hafa verið að bregðast við.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur til skoðunar samantekt starfsmanns um breytingar á Seyðisfirði og Djúpavogi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu en felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tillögu að reglum.
Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 53, dagsett 24.8.2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögu að reglum vegna sölu gistingar í íbúðarhverfum. Lagt er fyrir nefndina drög, Samþykkt, Verklagsreglur sveitarstjórnar vegna breytta notkun húsnæðis og umsögn Jón Jónssonar frá lögmannsstofunni Sókn ehf. á þeim drögum. Meðfylgjandi máli eru samþykktar verklagsreglur Seyðisfjarðar og Vík í Mýrdal um breytta notkun íbúðarhúsnæðis til sölu gistingar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu til fundar í febrúar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að allt húsnæði í sveitarfélaginu sem notað er til sölu gistingar verði skattlagt skv. skattflokki C frá 01.01.2016.
Starfsmanni falið að birta auglýsingu þar um sem fyrst.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.