Umhverfis- og framkvæmdanefnd

36. fundur 25. nóvember 2015 kl. 17:00 - 19:34 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána sem er fundargerð 72. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og verður sá liður nr. 18 í dagskránni.

1.Beiðni um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 201511080

Erindi í tölvupósti dagsett 10.11.2015 þar sem Ásdís Ámundadóttir kt. 170461-2680 óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á Kaldá 1 Fljótsdalshéraði 177180.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Kaldá 1, Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, 72. fundur

Málsnúmer 201511087

Lögð er fram fundargerð 72. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs haldinn 19. nóvember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir athugasemdir Svæðisráðs um fyrirhugaðar breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Nefndin leggur áherslu á að ekki verði dregið úr valdi stjórnar þjóðgarðsins, svæðisráða og þjóðgarðsvarða. Nauðsynlegt svæðisbundið sjálfstæði þjóðgarðsvarða og svæðisráða er í hættu og þannig geti skapast of mikil "miðstýring" miðað við núverandi tillögu að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015

Málsnúmer 201507057

Lögð eru fram samningsgögn vegna sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

4.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Kaupvangur 23 og Miðvangur 6

Málsnúmer 201511032

Vakin er athygli á, að ekki er lokið við íbúðir að Miðvangi 6, en vinna við þær íbúðir muni valda miklu ónæði fyrir þá sem búa í húsinu. Einnig er bent á slæma umgengni á lóðinni Kaupvangur 23.
Fyrir liggja upplýsingar um það sem varðar Miðvang 6.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að þrýsta á framkvæmdaraðila Miðvangs 6 að ljúka við íbúðirnar, einnig að eigendum fasteignarinnar að Kaupvangi 23 verði sent bréf þar sem krafist er tiltektar á lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Endurnýjun á gervigrasvöllum

Málsnúmer 201510135

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki sparkvellina þrjá á Fljótsdalshéraði til skoðunar m.t.t. ástands á grasmottum þeirra og líftíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umsjónamanni fasteigna að afla upplýsinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um leyfi til að starfrækja íbúðagistingu fyrir ferðamenn

Málsnúmer 201511082

Erindi í tölvupósti dagsett 18.11.2015 þar sem Berg Valdimar Sigurjónsson f.h. Fasteignafélagsins Jaxlar ehf. kt. 540514-1190 óskar eftir leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð nr. 704 að Hamragerði 5, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vindorka og skipulagsmál

Málsnúmer 201511076

Erindi í tölvupósti dagsett 09.11.2015 þar sem Birta Kristín Helgadóttir hjá verkfræðistofunni Eflu vill fylgja eftir fundinum um vindorkuna og skipulagsmál, sem haldinn var á Hótel Héraði 3. nóvember sl.

Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um stækkun hesthúsalóðar

Málsnúmer 201511077

Erindi í tölvupósti dagsett 09.11.2015 þar sem Halldór Bergsson kt.160255-4989 óskar eftir stækkun á hesthúsalóðinni Fossgerði H2 til suðurs, þannig að lóðamörk verði 4 m frá suðurstafni hússins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tjarnarbraut 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201511079

Erindi dagsett 09.11.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Ferðaþjónustunnar Óseyri ehf. kt. 430912-0540 óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarherbergjum á lóðinni Tjarnarbraut 3. Gert er ráð fyrir að byggingin verði með svipuðum hætti og bílageymslan Tjarnarbraut 7, sem breytt var í íbúðarherbergi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að kalla eftir frekari gögnum þannig að hægt sé að leggja mat á hvort framkvæmdin falli að þeim skilyrðum sem sett eru fram í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.9.1.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-071

Málsnúmer 201508014

Lögð er fram skýrsla landsvirkjunar LV-2015-071, Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalshéraði árið 2014.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

11.Hvammur 2, beiðni um nafnabreytingu

Málsnúmer 201511081

Erindi dagsett 12.11.2015 þar sem Malanie Hallbach kt. 050981-2669 og Einar Ben Þorsteinsson kt. 280876-2919 óska eftir nafnabreytingu á lögbýlinu Hvammur 2, landnúmer 214008. Óskað er eftir að nafninu verði breytt í Stormur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Kaldá á Völlum, Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 08.05.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 12. febrúar til 26. mars 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. mars 2015.
Athugasemdir við deiliskipulagstillöguna bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dags. 26.02.2015 frá Minjastofnun, þar sem krafist er skráningar menningarminja og bréf frá Minjastofnun dags. 12.06.2015 þar sem fram kemur að fundist hafi menningarminjar innan skipulagsreitsins, sem taka verður tillit til við frekari skipulagsvinnu og framkvæmdir.

Svar: Menningarminjar verða færðar inn á deiliskipulagsuppdráttinn og texta breytt í greinargerðinni.

2) Athugasemd dags. 06.03.2015 frá Umhverfisstofnun þar sem bent er á mikilvægi þess að forðast eins og kostur er að skerða birkiskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 42. gr. Skipulagslaga, þegar menningarminjar hafa verið færðar inn á deiliskipulagsuppdráttinn og texta breytt í greinargerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skipalækur, umsókn um stofnun lóða

Málsnúmer 201511078

Erindi dagsett 13.11.2015 þar sem Þórunn Sigurðardóttir kt. 011130-3569 óskar eftir stofnun þriggja lóða úr landi Skipalækjar skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt framlögðum uppdráttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að stofna lóðirnar í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201506116

Lögð er fram drög að verklagsreglum vegna mannvirkja sem leigð eru til ferðaþjónustu.

Málið er í vinnslu.

15.Iðjusel 5, umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 201511069

Erindi dagsett 16.11.2015 þar sem Ármann Ingimagn Halldórsson kt. 260457-2099 f.h. Ingimagns ehf. kt. 620207-0710, óskar eftir stækkun á lóð sinni að Iðjuseli 5, samkvæmt framlögðum uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Beiðni um stuðning vegna landsmóts bifhjólafólks 2016

Málsnúmer 201510062

Beiðni um slátt á tjaldstæði við Stekkhólma, í tengslum við landsmótið, en þeim hluta beiðninnar var vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarráði 09.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að styrkja fyrirhugað landsmót með því að slá tjaldstæði við Stekkhólma fyrir mótið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-056

Málsnúmer 201508015

Lögð er fram Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-056, Hálslón Sethjallar og rofsaga.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

18.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-068

Málsnúmer 201506163

Skýrsla Landsvirkjunar Lv-2015-071

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:34.