Beiðni um stuðning vegna landsmóts bifhjólafólks 2016

Málsnúmer 201510062

Íþrótta- og tómstundanefnd - 15. fundur - 28.10.2015

Fyrir liggur bréf dagsett 25. september, undirritað af Ólöfu Sigurbjartsdóttur, f.h. Goða bifhljólaklúbbs, þar sem óskað er eftir stuðningi vegna landsmóts bifhjólafólks árið 2016.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Goði bifhjólaklúbbur verði styrktur um kr. 80.000 sem verði tekið af lið 06.89 á áætlun 2016, vegna landsmóts bifhjólafólks. Vegna beiðni um slátt og snyrtingu á tjaldsvæðinu á Iðavöllum vísar nefndin því til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Fyrir liggur bréf dagsett 25. september, undirritað af Ólöfu Sigurbjartsdóttur, f.h. Goða bifhjólaklúbbs, þar sem óskað er eftir stuðningi vegna landsmóts bifhjólafólks árið 2016.

Málinu vísað til bæjarráðs til skoðunar og endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 318. fundur - 09.11.2015

Málinu var vísað til bæjarráðs til skoðunar og endanlegrar afgreiðslu á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir, að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar, að veita bifhjólaklúbbnum Goðum styrk upp á kr. 80 þúsund, verði af fyrirhuguðu landsmótshaldi á Fljótsdalshéraði næsta sumar.
Varðandi beiðni um slátt á tjaldstæði við Stekkhólma, í tengslum við landsmótið, er þeim hluta beiðninnar vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36. fundur - 25.11.2015

Beiðni um slátt á tjaldstæði við Stekkhólma, í tengslum við landsmótið, en þeim hluta beiðninnar var vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarráði 09.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að styrkja fyrirhugað landsmót með því að slá tjaldstæði við Stekkhólma fyrir mótið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Beiðni um slátt á tjaldstæði við Stekkhólma, í tengslum við landsmótið, en þeim hluta beiðninnar var vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarráði 09.11.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja fyrirhugað landsmót með því að slá tjaldstæði við Stekkhólma fyrir mótið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.