Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

318. fundur 09. nóvember 2015 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis rekstartengd mál.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá drögum að samantekt, varðandi lóðamál Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Bæjarstjóra falið að ljúka samantektinni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 201510156Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir 2016, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 samþykkt við fyrri umræðu og vísað til bæjarráðs til undirbúnings fyrir síðari umræðu.
Farið yfir liði sem ræddir voru á síðasta bæjarstjórnarfundi og þeir skýrðir. Fyrir síðari umræðu er enn beðið eftir niðurstöðum þeirra kjarasamninga sem ólokið er og snerta rekstur sveitarfélagsins.
Varðandi álagningarhlutfall útsvars leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að það verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14.52%.

3.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar, 27. október 2015.

4.Fundargerð 831. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201511020Vakta málsnúmer

Bæjarráð lýsir stuðningi við þau sjónarmið stjórnar sambandsins að brýnt sé að ræða styrkingu og breikkun tekjustofna sveitarfélaga við fjármála- og efnahagsráðherra.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201501132Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar stjórnar frá 27. október 2015.

6.Áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201409105Vakta málsnúmer

Varðandi beiðni verkefnisstjóra um að Fljótsdalshérað tilnefni fulltrúa í rýnihópa til að fara yfir fyrirliggjandi tillögur, samþykkir bæjarráð að tilnefna alla aðalfulltrúa úr umhverfis- og framkvæmdanefnd og atvinnu- og menningarnefnd í viðkomandi vinnuhópa og til að taka þátt í umræddri rýnivinnu.

7.Könnun Austurbrúar um afstöðu fólks til Austurlands sem ferðamannastaðar.

Málsnúmer 201511001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Þráni Lárussyni, dags. 29.10. 2015, varðandi könnunina.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir svörum frá Austurbrú varðandi þær spurningar sem fram koma í umræddu erindi.

8.Barna- og leikskólinn á Eiðum

Málsnúmer 201510167Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 317. fundi bæjarráðs, til nánari umfjöllunar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

9.Ályktun Kennarafélags Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201511014Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Kennarafélags ME, frá 29.10. 2015, sem send var ráðherra menntamála og þingmönnum Austurlands, KÍ, SSA og fjölmiðlum.

Bæjarráð tekur undir með Kennarafélagi ME og lýsir áhyggjum yfir stefnu menntamálayfirvalda varðandi fjöldatakmarkanir nemenda í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem bitna sér í lagi á fjarnámi skólans.

10.Beiðni um stuðning vegna landsmóts bifhjólafólks 2016

Málsnúmer 201510062Vakta málsnúmer

Málinu var vísað til bæjarráðs til skoðunar og endanlegrar afgreiðslu á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir, að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar, að veita bifhjólaklúbbnum Goðum styrk upp á kr. 80 þúsund, verði af fyrirhuguðu landsmótshaldi á Fljótsdalshéraði næsta sumar.
Varðandi beiðni um slátt á tjaldstæði við Stekkhólma, í tengslum við landsmótið, er þeim hluta beiðninnar vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.

11.Fundargerðir Brunavarna á Héraði, 15.10.2015 og 18.10.2015

Málsnúmer 201510102Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti um fyrirhugaðan fund með sveitarstjórn Fljótsdalshrepps og bæjarráði, varðandi málefni Brunavarna á Héraði, sem er byggðasamlag um rekstur eigna sveitarfélaganna sem tengjast brunavörnum, sem haldinn verður síðar í vikunni.

Fundi slitið - kl. 11:45.