Fyrir liggja gögn frá Austurbrú og Ferðamálasamtökum Austurlands um verkefnið Áfangastaðurinn Austurland og um vinnustofu sem fyrirhuguð er 23. september.
Nefndin samþykkir að fá Maríu Hjálmarsdóttir verkefnastjóra hjá Austurbrú til að kynna verkefnið og verkefni um Egilsstaðaflugvöll.
Lagt fram bréf frá Austurbrú þar sem boðað er til kynningar fyrir bæjarfulltrúa á niðurstöðum vinnustofu um mótun Austurlands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Vinnustofan verður haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 3. október og hvetur bæjarráð alla sem áhuga hafa til þess að mæta og taka þátt í henni. Kynningin fer fram í starfsstöð Austurbrúar á Vonarlandi 8. október og hvetur bæjarráð bæjarfulltrúa til þess að mæta og kynna sér niðurstöðurnar.
Lagt fram bréf frá Austurbrú þar sem boðað er til kynningar fyrir bæjarfulltrúa á niðurstöðum vinnustofu um mótun Austurlands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Vinnustofan var haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 3. október
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn hvetur bæjarfulltrúa til þess að mæta og kynna sér niðurstöðurnar. Kynningin fer fram í starfsstöð Austurbrúar á Vonarlandi 8. október kl. 16:00.
Varðandi beiðni verkefnisstjóra um að Fljótsdalshérað tilnefni fulltrúa í rýnihópa til að fara yfir fyrirliggjandi tillögur, samþykkir bæjarráð að tilnefna alla aðalfulltrúa úr umhverfis- og framkvæmdanefnd og atvinnu- og menningarnefnd í viðkomandi vinnuhópa og til að taka þátt í umræddri rýnivinnu.
Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 2. nóvember 2015, frá Láru Vilbergsdóttur hjá Austurbrú, þar sem farið er yfir stöðu verkefnisins Áfangastaðurinn Austurlands og næstu skref útskýrð. Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sína í nokkra rýnihópa verkefnisins.
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs 9. nóvember 2015 mun aðalfulltrúar atvinnu- og menningarnefndar taka þátt í verkefninu.
Fyrir liggja drög að greinargerð sem ber heitið Austurland in our mind, og er greining og áæltun um verkefnið Áfangastaðurinn Austurland, sem unnið er undir forystu Austurbúar í samstarfi við sveitarfélög á Austurlandi og fleiri aðila. Einnig skjal með tillögum um vörumerki (brand) fyrir Austurland.
Á fundinn undir þessum lið mætti María Hjálmarsdóttir frá Austurbrú se, gerði grein fyrir verkefninu Áfangastaðurinn Austurland. Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að huga að stefnumótun ferðaþjónustunnar á Héraði. Lagt er til að boða fulltrúa Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurbrúar á fund nefndarinnar til að fara yfir málið á nýju ári.
Nefndin samþykkir að fá Maríu Hjálmarsdóttir verkefnastjóra hjá Austurbrú til að kynna verkefnið og verkefni um Egilsstaðaflugvöll.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.