Atvinnu- og menningarnefnd

4. fundur 22. september 2014 kl. 17:00 - 20:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092Vakta málsnúmer

Fyrir liggja teikningar að þjónustuhúsi, skiltum ofl, en verkefnið er unnið með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Nefndin leggur til að skoðað verði hvort fjármunir séu fyrir hendi vegna framkvæmda á þessu ári til verkefnisins til að uppfylla skilyrði fyrir styrkveitingu.

Nefnin leggur jafnframt áherslu á að gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins á næsta ári. Nefndin leggur auk þess til að aftur verði sótt um styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Húsnæði fyrir Þorpssmiðjuna

Málsnúmer 201409050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 5. september 2014, undirritað af Markúsi Nolte, fyrir hönd Þorpssmiðjunnar, þar sem óskað er eftir að Þorpssmiðjan fái húsnæði/vinnustofu á annarri hæð Sláturhússins.

Nefndin leggur til að Þorpssmiðjan fái aðstöðu á efri hæð Sláturhússins. Áður en til þess kemur verði sérstakt rými afmarkað fyrir starfsemina, t.d. í samræmi við tillögur forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Gerður verði samningur við Þorpssmiðjuna sem m.a. kveði á um umgengni, leigutíma og endurskoðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201409004Vakta málsnúmer

Fyrir liggja frá Austurför ehf gögn um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á þessu ári. Einnig liggur fyrir ósk frá Austurför um áframhaldandi rekstur tjaldsvæðisins til a.m.k. fimm ára og tillögur að endurbótum á svæðinu. Þá voru lögð fram og kynnt gögn sem merkt voru sem trúnaðargögn og farið með þau sem slík.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerður verði leigusamningur við Austurför ehf, um tjaldsvæðið á Egilsstöðum, til allt að fimm ára. Nefndin felur starfsmanni að gera drög að samningi og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar.
Á fundinn undir þessum lið mætti Jóhanna Hafliðadóttir forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa.


Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2015 þannig að menningarmál verði kr. 131.301 og að atvinnumál verði kr. 46.019.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að rafmagns- og hitunarkostnaður vegna félagsheimilisins í gamla barnaskólanum á Eiðum er orðinn töluvert hærri en ráð var fyrir gert á þessu ári. Nefndin áréttar við hússtjórn félagsheimilsins á Eiðum að gera skil á leigutekjum vegna starfseminnar til sveitarfélagsins, eins og önnur félagsheimili. Nefndin felur starfsmanni að fylgja málinu eftir.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að sérstökum fjármunum verði varið til undirbúnings og uppbyggingar Ormsstofu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði verði framlengdur til næstu tveggja ára. Gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins á lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093Vakta málsnúmer

Fyrir liggja í skjali tillögur atvinnu- og menningarnefndar varðandi viðhald og fjárfestingar stofnana er undir nefndina heyra fyrir árið 2015.

Nefndin leggur áherslu á m.a. eftirfarandi verkefni:
Áréttað er að gera þarf ráð fyrir fjármunum til viðhalds Safnahússins samkvæmt samningi þar um.

Viðhald og áframhaldandi uppbygging Sláturhússins sem aðstöðu fyrir menningarstarfsemi s.s. með því að það verði að hluta til málað og lagfært að innan og húsnæðið verði klætt að utan.

Áréttað er að gera þarf ráð fyrir fjármunum til viðhalds á félagsheimilinu Arnhólsstöðum, samkvæmt samningi þar um. Gert verði ráð fyrir fjármagni til viðhaldsverkefna í öðrum félagsheimilum sveitarfélagsins.

Haldið verði áfram að bæta aðstöðu og ásýnd tjaldsvæðisins á Egilsstöðum s.s. með því að fjarlægja hús það sem nú er á svæðinu og að í staðinn verði þar komið fyrir gestaskýli og með því að ljúka við suðurenda tjaldsvæðisins.

Brýnt er að fundin verði lausn á almenningssalernsimálum í miðbæ Egilsstaða fyrir næsta vor.

Fjármunum verði veitt til uppbyggingar á aðstöðu í tengslum við göngusvæðið í Stórurð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ljósmyndaverkefni hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga

Málsnúmer 201409102Vakta málsnúmer

Vegna misskilnings við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2014 leggur nefndin til að ljósmyndaverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga verði lagðar til kr. 750.000 með því að færa til ónýtt fjármagn af lið 13.05 yfir á lið 05.31. Óskað er eftir að þetta verði samþykkt sem viðauki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kór Egilsstaðakirkju/Beiðni um styrk

Málsnúmer 201409075Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 12. september frá Kór Egilsstaðakirkju, undirritað af Ástrúnu Einarsdóttur, þar sem óskað er eftir styrk til kórsins.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Kór Egilsstaðakirkju verði styrktur um kr. 30.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201409105Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn frá Austurbrú og Ferðamálasamtökum Austurlands um verkefnið Áfangastaðurinn Austurland og um vinnustofu sem fyrirhuguð er 23. september.

Nefndin samþykkir að fá Maríu Hjálmarsdóttir verkefnastjóra hjá Austurbrú til að kynna verkefnið og verkefni um Egilsstaðaflugvöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:30.