Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 2. fundur - 25.08.2014

Málinu frestað til næsta fundar. Gert ráð fyrir að forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 3. fundur - 08.09.2014

Málið er í vinnslu en verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 4. fundur - 22.09.2014

Fyrir liggja í skjali tillögur atvinnu- og menningarnefndar varðandi viðhald og fjárfestingar stofnana er undir nefndina heyra fyrir árið 2015.

Nefndin leggur áherslu á m.a. eftirfarandi verkefni:
Áréttað er að gera þarf ráð fyrir fjármunum til viðhalds Safnahússins samkvæmt samningi þar um.

Viðhald og áframhaldandi uppbygging Sláturhússins sem aðstöðu fyrir menningarstarfsemi s.s. með því að það verði að hluta til málað og lagfært að innan og húsnæðið verði klætt að utan.

Áréttað er að gera þarf ráð fyrir fjármunum til viðhalds á félagsheimilinu Arnhólsstöðum, samkvæmt samningi þar um. Gert verði ráð fyrir fjármagni til viðhaldsverkefna í öðrum félagsheimilum sveitarfélagsins.

Haldið verði áfram að bæta aðstöðu og ásýnd tjaldsvæðisins á Egilsstöðum s.s. með því að fjarlægja hús það sem nú er á svæðinu og að í staðinn verði þar komið fyrir gestaskýli og með því að ljúka við suðurenda tjaldsvæðisins.

Brýnt er að fundin verði lausn á almenningssalernsimálum í miðbæ Egilsstaða fyrir næsta vor.

Fjármunum verði veitt til uppbyggingar á aðstöðu í tengslum við göngusvæðið í Stórurð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Tillögum atvinnu- og menningarnefndar varðandi viðhald og fjárfestingar stofnana 2015 sem undir nefndina heyra, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10. fundur - 22.10.2014

Lagður er fram listi yfir Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála. Óðinn Gunnar kynnir vrkefnin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Óðni Gunnari kynninguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.