Atvinnu- og menningarnefnd

3. fundur 08. september 2014 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Umsókn um styrk vegna æfingaaðstöðu kórsins Héraðsdætra

Málsnúmer 201408050

Fyrir liggur bréf undirritað af Freyju Kristjánsdóttur f.h. Kvennakórs Héraðsdætra með ósk um styrk vegna leigu húsnæðis til kóræfinga.
Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Kvennakór Héraðsdætra verði veittur styrktur til kórstarfs um kr. 20.000 sem verði tekinn af lið 05.89.

Atvinnu og menningarnefnd leggur jafnframt til að gjaldskrár stofnana sveitarfélagsins verði endurskoðaðar m.a. með það að markmiði að menningarstarfsemi sem unnin er í sjálfboðastarfi verði skilgreind sérstaklega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Guðmundur Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2.Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í stjórn Minjasafns Austurlands

Málsnúmer 201408117

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs í stjórn Minjasafns Austurlands: Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar aðalmaður, Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður, Páll Sigvaldason varamaður, Skarphéðinn G. Þórisson varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlunum stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra, frá forstöðumönnum. Auk þess liggja fyrir drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.
Undir þessum lið mættu Halldór Waren, Unnur Birna Karlsdóttir og Bára Stefánsdóttir.

Í vinnslu og verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

4.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093

Málið er í vinnslu en verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

5.Þjónustusamfélagið á Héraði, staðan eftir sumarið

Málsnúmer 201408091

Fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði þau Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, Sandra María Ásgeirsdóttir, Magnfríður Pétursdóttir, Alda Harðardóttir, Ívar Ingimarsson og Markús Eyþórsson mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir starfsemi félagsins og helstu áherslumálum þess.

Fulltrúum félagsins þökkuð góð kynning og umræða.

Fundi slitið.