Atvinnu- og menningarnefnd
1.Umsókn um styrk vegna æfingaaðstöðu kórsins Héraðsdætra
2.Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í stjórn Minjasafns Austurlands
3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015
4.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála
5.Þjónustusamfélagið á Héraði, staðan eftir sumarið
Fundi slitið.
Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Kvennakór Héraðsdætra verði veittur styrktur til kórstarfs um kr. 20.000 sem verði tekinn af lið 05.89.
Atvinnu og menningarnefnd leggur jafnframt til að gjaldskrár stofnana sveitarfélagsins verði endurskoðaðar m.a. með það að markmiði að menningarstarfsemi sem unnin er í sjálfboðastarfi verði skilgreind sérstaklega.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðmundur Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.