Fyrir liggur bréf undirritað af Freyju Kristjánsdóttur f.h. Kvennakórs Héraðsdætra með ósk um styrk vegna leigu húsnæðis til kóræfinga. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Kvennakór Héraðsdætra verði veittur styrktur til kórstarfs um kr. 20.000 sem verði tekinn af lið 05.89.
Atvinnu og menningarnefnd leggur jafnframt til að gjaldskrár stofnana sveitarfélagsins verði endurskoðaðar m.a. með það að markmiði að menningarstarfsemi sem unnin er í sjálfboðastarfi verði skilgreind sérstaklega.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðmundur Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að veita Kvennakór Héraðsdætra 20.000 kr styrk til kórastarfs, sem verði tekinn af lið 05-89. Bæjarstjórn leggur jafnframt til að gjaldskrár stofnanna sveitarfélagsins verði endurskoðaðar m.a. með það að markmiði að menningarstarfsemi sem unnin er í sjálfboðastarfi verði skilgreind sérstaklega.
Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 var fjarverandi (GSK)
Málið er í vinnslu.
Guðmundur Sveinsson Kröyer yfirgaf fundinn við afgreiðslu málsins.