Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

203. fundur 17. september 2014 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Sigrún Harðardóttir bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 265

Málsnúmer 1409003

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi liði 1.6 og 1.10.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Lagt fram til kynningar.

1.2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Lagt fram til kynningar.

1.3.Fundargerð 173.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201409012

Lagt fram til kynningar.

1.4.Fundargerð 174.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201409010

Lagt fram til kynningar.

1.5.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201407058

Eftirfarandi tillaga lögð fram: ´
Að tillögu bæjarráðs óskar bæjarstjórn eftir að á Landsþingi sambands ísl. sveitarfélaga verði m.a. tekin til umfjöllunar eftirfarandi mál: Starfsumhverfi og starfskjör kjörinna fulltrúa og sveitarfélögin og auðlindir þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Nýtt embætti sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201409014

Lagt fram til kynningar.

1.7.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Í vinnslu.

1.8.Fræðslu- og forvarnarfundur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201409015

Í vinnslu.

1.9.Reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 201409017

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.10.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að endurskipa fulltrúa í hópinn og að eftirtaldir skipi hann: Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal frá bæjarráði og Guðmundur Kröyer formaður atvinnu- og menningarmálanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.11.Samningur vegna flugslysaæfingar

Málsnúmer 201409022

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.12.Innheimtuþjónusta

Málsnúmer 201409023

Í vinnslu.

1.13.Fljótsdalshreppur. Samstarfssamningur sem tekur til starfsemi Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201002066

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs óskar bæjarstjórn eftir því að fræðslufulltrúi, í samráði við fjármálastjóra og oddvita Fljótsdalshrepps, vinni fylgiskjal við samninginn þar sem nánar verður tekið á kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.
Bæjarstjórn samþykkir drögin með framkomnum athugasemdum, eins og þau liggja nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Í vinnslu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 266

Málsnúmer 1409010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 2.4 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.4.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fundargerðir 1.og 2. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2014

Málsnúmer 201409041

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fundargerðir Ársala 2014

Málsnúmer 201405024

Lagt fram til kynningar.

2.3.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. 2014

Málsnúmer 201409040

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita Árna Kristinssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi HAUST sem boðaður hefur verið á Reyðarfirði miðvikudaginn 1. október nk. Varamaður hans verði Aðalsteinn Ásmundsson
Mælst er til að starfsmenn frá skipulags- og umhverfissviði og kjörnir fulltrúar í umhverfis- og framkvæmdanefnd sæki líka fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að kynna þarf vel möguleikann á sameiginlegri félagsmiðstöð fyrir börnum og foreldrum þeirra í grunnskólunum. Einnig er mikilvægt að fyrir liggi ákvörðun um fyrirkomulag almenningssamgangna áður en kemur til mögulegrar sameiningar félagsmiðstöðvanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Innheimtuþjónusta

Málsnúmer 201409023

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á fundi bæjarráðs kynnti kynnti bæjarstjóri fyrri samninga um almenna lögfræðiþjónustu og einnig innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið. Fram kom hjá honum að sátt hefur verið um núverandi fyrirkomulag og ekki talin sérstök ástæða til að breyta því. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að endurgera samning um almenna lögfræðiþjónustu við Sókn, þar sem fyrri samningur var gerður við forvera lögfræðistofunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Í vinnslu.

2.7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Lögð fram drög að tímasetningu og mönnun viðtalstíma bæjarfulltrúa á komandi vetri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að viðtalstímum, með áorðinni breytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 3

Málsnúmer 1409005

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig lýsi hann vanhæfi sínu vegna liðar 3.1 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi og atvinnumál almennt og Gunnar Jónsson, sem ræddi atvinnumál.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Umsókn um styrk vegna æfingaaðstöðu kórsins Héraðsdætra

Málsnúmer 201408050

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að veita Kvennakór Héraðsdætra 20.000 kr styrk til kórastarfs, sem verði tekinn af lið 05-89.
Bæjarstjórn leggur jafnframt til að gjaldskrár stofnanna sveitarfélagsins verði endurskoðaðar m.a. með það að markmiði að menningarstarfsemi sem unnin er í sjálfboðastarfi verði skilgreind sérstaklega.

Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 var fjarverandi (GSK)

3.2.Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í stjórn Minjasafns Austurlands

Málsnúmer 201408117

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs í stjórn Minjasafns Austurlands: Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar aðalmaður, Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður, Páll Sigvaldason varamaður, Skarphéðinn G. Þórisson varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Í vinnslu.

3.4.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093

Í vinnslu.

3.5.Þjónustusamfélagið á Héraði, staðan eftir sumarið

Málsnúmer 201408091

Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 6

Málsnúmer 1409001

Fundargerðin staðfest.

4.1.UogF fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040

Í vinnslu.

4.2.Staða framkvæmda 2014

Málsnúmer 201409002

Í vinnslu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 7

Málsnúmer 1409006

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 5.9. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 5.13, 5.14 og 5.15. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.9 og liði 5.13 til 5.15. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 5.9. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 5.9 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 5.9.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Fundargerð 118.fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201409027

Lagt fram til kynningar.

5.2.Strætó tímaáætlun 2014 - 2015.

Málsnúmer 201408106

Lögð er fram breytt tímaáætlun fyrir strætó.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tímaáætlun fyrir strætó.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Æfingatæki til heilsueflingar utanhúss

Málsnúmer 201408077

Í vinnslu.

5.4.Staða framkvæmda 2014

Málsnúmer 201409002

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

5.5.Kaupvangur 9, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201408120

Í vinnslu.

5.6.Hallormsstaðaskóli, lokun milli rýma

Málsnúmer 201408104

Lagt fram til kynningar.

5.7.Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands

Málsnúmer 201409019

Lögð er fram ályktun aðalfundar Samtaka ungra bænda þann 22.03. 2014, um varðveislu landbúnaðarlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til endurskoðunar Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Ósk um samning vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 201409034

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

5.9.Félag verslunar- og þjónustuaðila, athugasemdir við afgreiðslu máls.

Málsnúmer 201409032

Í vinnslu.

5.10.Ósk um samning um refaveiði

Málsnúmer 201409031

Í vinnslu.

5.11.Tjarnarland, urðunarstaður

Málsnúmer 201401127

Lagt fram til kynningar.

5.12.Dagur íslenskrar náttúru 2014

Málsnúmer 201408138

Lagt fram til kynningar.

5.13.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-075

Málsnúmer 201408113

Lagt fram til kynningar.

5.14.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-076.

Málsnúmer 201408114

Lagt fram til kynningar.

5.15.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-074

Málsnúmer 201408112

Lagt fram til kynningar.

5.16.Fundargerð 69.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

Málsnúmer 201408110

Lagt fram til kynningar.

5.17.Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi

Málsnúmer 201409037

Erindi dagsett 25.08.2014 þar sem Beata Just kt.130671-2849 sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóðinni Miðgarður 7A, Egilsstöðum. Fyrir liggur ófullgerð teikning af húsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.18.Ranavað - Árskógar, ósk um gangstétt

Málsnúmer 201409038

Í vinnslu.

5.19.Umsagnarbeiðni vegna flutninga á sauðfé

Málsnúmer 201409057

Erindi dagsett 09.09. 2014 þar sem Eyrún Arnardóttir fyrir hönd Matvælastofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Þórhildar Þallar Pétursdóttur Holti, Fljótsdalshéraði um flutning á sauðfé frá Teigabóli í Fellum að Holti í sömu sveit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annarra afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 205

Málsnúmer 1409007

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 201409030

Í vinnslu.

6.2.Tjarnarskógur - starfsmannamál

Málsnúmer 201409029

Í vinnslu.

6.3.Fiskmáltíðir í leikskólum

Málsnúmer 201405134

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

6.4.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga 2013-2014

Málsnúmer 201407041

Í vinnslu.

6.5.Stóra upplestrarkeppnin

Málsnúmer 201409033

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

6.6.Allir lesa

Málsnúmer 201409035

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og telur verkefnið "Allir lesa" áhugavert og hvetur skólastjórnendur til að skoða mögulega þátttöku og vekja athygli á verkefninu. Jafnframt leggur fræðslunefnd til að verkefnið verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.7.Brúarásskóli - nemendamál

Málsnúmer 201409039

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

6.8.Brúarásskóli - matskýrsla 2013-2014

Málsnúmer 201409058

Lagt fram til kynningar.

6.9.Skólaakstur 2014-2015

Málsnúmer 201408018

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir fyrirliggjandi beiðnir um skólaakstur úr Skriðdal og Eiðaþinghá í Fellaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur fræðslufulltrúa að reikna út kostnað við þær útfærslur á skólaakstri sem ræddar voru á fundi fræðslunefndar og leggja fyrir bæjarráð. Málinu að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 3

Málsnúmer 1409004

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 7.3. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7.3 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 7.3.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Aðalfundur SSA 2014

Málsnúmer 201408047

Lagt fram til kynningar.

7.2.Sundlaugin á Egilsstöðum/tillögur frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði

Málsnúmer 201408105

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

7.3.Tómstunda- og forvarnafulltrúi

Málsnúmer 201408082

Fyrir liggja hugmyndir að starfi tómstunda- og forvarnafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd um að þörf sé á sérstökum tómstunda- og forvarnafulltrúa í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015 áður en starfið verður auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Fundargerð vallaráðs 4. september 2014

Málsnúmer 201409049

Í vinnslu.

7.5.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406127

Í vinnslu.

7.6.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 201408080

Í vinnslu.

8.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201407058

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir breytta skipan fulltrúa sinna sem kosnir voru á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á þann veg að Sigrún Blöndal verði aðalfulltrúi í stað Gunnars Jónssonar sem var áður kosinn einn af fulltrúum Fljótsdalshéraðs og Gunnar Jónsson verði varafulltrúi í stað Sigrúnar Harðardóttur áður. Skipan annarra fulltrúa verði óbreytt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.