Aðalfundur SSA 2014

Málsnúmer 201408047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 18.08.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11. ágúst 2014 með upplýsingum vegna aðalfundar SSA sem haldinn verður á Vopnafirði dagana 19. og 20. september nk. Þar er óskað eftir ábendingum/tillögum að efni/ályktunum til að leggja fyrir nefndir fundarins.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir ábendingum frá nefndum sveitarfélagsins um málefni sem æskilegt væri að aðalfundur SSA taki afstöðu til.
Tillögur nefndanna verða svo teknar saman af bæjarráði 1. september nk. og þeim komið á framfæri við stjórn SSA.

Atvinnu- og menningarnefnd - 2. fundur - 25.08.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11. ágúst 2014 með upplýsingum vegna aðalfundar SSA sem haldinn verður á Vopnafirði dagana 19. og 20. september nk. Þar er óskað eftir ábendingum/tillögum að efni/ályktunum til að leggja fyrir nefndir fundarins.

Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að óska eftir ábendingum frá nefndum sveitarfélagsins um málefni sem æskilegt væri að aðalfundur SSA taki afstöðu til.
Tillögur nefndanna verða svo teknar saman af bæjarráði 1. september nk. og þeim komið á framfæri við stjórn SSA.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á aðalfundi SSA verði fjallað um menningarsamning sveitarfélaga á Austurlandi og ríkisins enda rennur samningurinn út á þessu ári, ríkisútvarpið svæðisútvarp á Austurlandi, fjarskiptamál og bættar síma-, sjónvarps og nettengingar, Vatnajökulsþjóðgarður og efling hans, fjölgun opinberra starfa og bætt þjónusta ríkisstofnana, Egilsstaðaflugvöllur, Lagarfljótsbrú verði sett á samgönguáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 5. fundur - 27.08.2014

Bæjarráð óskar eftir ábendingum um málefni sem æskilegt væri að aðalfundur SSA taki afstöðu til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalskoðun leiktækja, hvað varðar íþyngjandi reglugerð um árlega aðalskoðun.

Fyrirkomulag á skiptingu endurgreiðslu ríkisins vegna refaveiða útfrá íbúfjölda en ekki sé miðað við t.d. stærð sveitarfélaga.

Héraðsvegir, aukið fjármagn í viðhald og uppbyggingu.

Styrkvegir, of lítið fjármagn m.v. lengd styrkvega í sveitarfélaginu.

Fjarskipta- og gagnaflutningur í dreifbýli.

Afnema dreifbýlisálag á dreifingu raforku.

Lagarfljótsbrú, verði tekin inn í fyrsta hluta samgönguáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 264. fundur - 01.09.2014

Rætt um væntanlegan aðalfund SSA og þau mál sem sveitarfélagið leggur til að verði tekin á dagskrá þar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman þau mál sem komið hafa frá nefndum sveitarfélagsins og leggja fram á næsta bæjarstjórnarfundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram samantekt yfir þau mál sem nefndir sveitarfélagsins lögðu til að tekin verði til umfjöllunar á aðalfundi SSA.
Bæjarstjóra falið að koma samantektinni á framfæri við stjórn SSA.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Áður afgreitt undir lið 2.6 í þessari fundargerð.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 3. fundur - 11.09.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11. ágúst 2014 með upplýsingum vegna aðalfundar SSA sem haldinn verður á Vopnafirði dagana 19. og 20. september nk. Þar er óskað eftir ábendingum/tillögum að efni/ályktunum til að leggja fyrir nefndir fundarins.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 272. fundur - 03.11.2014

Lögð fram til kynningar fundargerð 48. fundar aðalfundar SSA 19.-20. september 2014, ásamt ályktunum aðalfundarins.

Bæjarráð mælist til við bæjarstjóra og skrifstofustjóra að ályktunum aðalfundarins verði komið á framfæri við nefnir sveitarfélagsins, eftir efni þeirra og innihaldi til kynningar og umfjöllunar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Ályktanir aðalfundar SSA verða sendar út til viðkomandi nefnda til umfjöllunar.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.