Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

272. fundur 03. nóvember 2014 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.
Einnig farið yfir nokkur fleiri fjármálatengd atriði, svo sem reglur um niðurgreiðslur vegna þátttöku í líkamsrækt og fl.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 7

Málsnúmer 1410026

Fundargerðin verður tekin fyrir í bæjarstjórn á næsta fundi.

2.1.Hlutafjáraukning í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201410116

Í bókun atvinnu- og menningarnefndar kemur fram að nefndin leggur til að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrarstöðinni Barra e.h.f. verði aukinn í hlutfalli við eign sjóðsins í félaginu, eða um allt að kr. 3.638.321 kr. miðað við að tilgreint lágmark safnist í heild sem aukið hlutafé. Nefndin leggur jafnframt til að þessi breyting á ráðstöfun fjármuna verði samþykkt sem viðauki við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga atvinnu- og menningarnefndar verði samþykkt.

3.Aðalfundur SSA 2014

Málsnúmer 201408047

Lögð fram til kynningar fundargerð 48. fundar aðalfundar SSA 19.-20. september 2014, ásamt ályktunum aðalfundarins.

Bæjarráð mælist til við bæjarstjóra og skrifstofustjóra að ályktunum aðalfundarins verði komið á framfæri við nefnir sveitarfélagsins, eftir efni þeirra og innihaldi til kynningar og umfjöllunar.

4.Fundargerð 38. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi 24.10.2014

Málsnúmer 201410117

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Aðalfundur GáF ehf. 2014

Málsnúmer 201410006

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 177.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201410141

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201409125

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Kosning í stjórn endurmenntunarsjóðs Fljótsdalshéraðs.
Fram kom að þeir fulltrúar sem setið hafa í stjórninni síðasta kjörtímabil, hafa beðist undan endurkjöri.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldi aðilar verði skipaðir í stjórn endurmenntunarsjóðs.
Sigrún Blöndal, Guðrún Helga Elvarsdóttir og Sverrir Gestsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2014

Málsnúmer 201410125

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dags. 24.10.2014, þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2014, sem nemur að þessu sinni rúmum ellefuhundruð þúsundum króna.

10.Gjaldskrá Strætisvagna Austurlands frá 1.1.2015

Málsnúmer 201410132

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gjaldskrá fyrir Strætisvagna Austurlands sem tekur gildi 1. janúar 2015.

11.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Freyfaxa þar sem óskað er eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og atvinnu- og menningarnefnd.

12.Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 201410142

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis, dag. 30. okt. 2014 vegna þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

Bæjarráð lítur málið jákvæðum augum en minnir þó á að þó fyrirkomulag sem þetta geti nýst vel til að veita tiltekna sérfræðiþjónustu geti það aldrei komið í stað staðbundinnar þjónustu í almennri heilsugæslu.

Fundi slitið - kl. 11:00.