Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram erindi dagsett október 2014 þar sem Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson fyrir hönd Hestamannafélagsins Freyfaxa, óskar eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum. Fyrir liggur deiliskipulag af svæðinu. Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur sig ekki upp á móti því, að gerður verði afnotasamningur við Hestamannafélagið Freyfaxa, en mælist til að það land sem ætlað er undir byggingar samkvæmt deiliskipulagi verði undanskilið. Nefndin bendir á að gera þarf uppdrátt sem sýnir landið sem samningurinn nær yfir.
Já sögðu fjórir (EK, ÁB, ÁK og PS), einn greiðir ekki athvæði (ÞH).
Fyrir liggur erindi frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirritað af Bjarka Þorvaldi Sigurbjarnasyni, þar sem óskað er eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum.
Málinu vísað frá bæjarráði til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd sátu fundinn saman við umfjöllun um málið.
Íþrótta- og tómstundanefnd setur sig ekki upp á móti því, að gerður verði afnotasamningur við Hestammannafélagið Freyfaxa. Nefndin leggur til að inn í samning verði sett ákvæði um aðkomu Freyfaxa að uppákomum sveitarfélagsins, sé þess óskað.
Fyrir liggur að í gildi er samningur um afnot Hestamannafélagsins Freyfaxa af Stekkhólma frá árinu 1993, sem Fljótsdalshérað yfirtók við kaup á umræddu landi.
Fyrir er tekið á ný erindi frá hestamannafélaginu Freyfaxa um gerð leigusamnings um land á Stekkhólma.
Fyrir liggur einnig erindi sem barst í tölvupósti frá Hrossaræktarsamtökum Austurlands, þar sem óskað er eftir afnotum af þeim hluta landsins sem stóðhestagirðingar ná til.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstóra að ganga til samninga við Freyfaxa á grunnvelli gildandi samnings þar um, vegna afnota af landi sveitarfélagsins í Stekkhólma. Bæjarráð mælist til að mörk hins leigða lands verði endurskoðuð, með tilliti til þess hluta sem er deiliskipulagður sem hesthúsabyggð. Jafnframt að í þeim samningi verði hugað að afnotarétti fyrir Hrossaræktarsamtök Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráð samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Freyfaxa á grundvelli gildandi samnings þar um, vegna afnota af landi sveitarfélagsins á Stekkhólma. Bæjarstjórn mælist til að mörk hins leigða lands verði endurskoðuð, með tilliti til þess hluta sem er deiliskipulagður sem hesthúsabyggð. Jafnframt að í þeim samningi verði hugað að afnotarétti fyrir Hrossaræktarsamtök Austurlands.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og atvinnu- og menningarnefnd.