Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 272. fundur - 03.11.2014

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Freyfaxa þar sem óskað er eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og atvinnu- og menningarnefnd.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11. fundur - 12.11.2014

Lagt fram erindi dagsett október 2014 þar sem Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson fyrir hönd Hestamannafélagsins Freyfaxa, óskar eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum. Fyrir liggur deiliskipulag af svæðinu. Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur sig ekki upp á móti því, að gerður verði afnotasamningur við Hestamannafélagið Freyfaxa, en mælist til að það land sem ætlað er undir byggingar samkvæmt deiliskipulagi verði undanskilið. Nefndin bendir á að gera þarf uppdrátt sem sýnir landið sem samningurinn nær yfir.

Já sögðu fjórir (EK, ÁB, ÁK og PS), einn greiðir ekki athvæði (ÞH).

Íþrótta- og tómstundanefnd - 6. fundur - 12.11.2014

Fyrir liggur erindi frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirritað af Bjarka Þorvaldi Sigurbjarnasyni, þar sem óskað er eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum.

Málinu vísað frá bæjarráði til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.

Íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd sátu fundinn saman við umfjöllun um málið.

Íþrótta- og tómstundanefnd setur sig ekki upp á móti því, að gerður verði afnotasamningur við Hestammannafélagið Freyfaxa. Nefndin leggur til að inn í samning verði sett ákvæði um aðkomu Freyfaxa að uppákomum sveitarfélagsins, sé þess óskað.

Samykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar vísað til afgreiðslu bæjarráðs á erindinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Umsögn íþrótta- og tómstundanefndar vísað til afgreiðslu bæjarráðs á erindinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Fyrir liggur að í gildi er samningur um afnot Hestamannafélagsins Freyfaxa af Stekkhólma frá árinu 1993, sem Fljótsdalshérað yfirtók við kaup á umræddu landi.

Bæjarráð samþykkir að fresta umfjöllun um málið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 01.12.2014

Fyrir er tekið á ný erindi frá hestamannafélaginu Freyfaxa um gerð leigusamnings um land á Stekkhólma.

Fyrir liggur einnig erindi sem barst í tölvupósti frá Hrossaræktarsamtökum Austurlands, þar sem óskað er eftir afnotum af þeim hluta landsins sem stóðhestagirðingar ná til.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstóra að ganga til samninga við Freyfaxa á grunnvelli gildandi samnings þar um, vegna afnota af landi sveitarfélagsins í Stekkhólma. Bæjarráð mælist til að mörk hins leigða lands verði endurskoðuð, með tilliti til þess hluta sem er deiliskipulagður sem hesthúsabyggð.
Jafnframt að í þeim samningi verði hugað að afnotarétti fyrir Hrossaræktarsamtök Austurlands.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráð samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Freyfaxa á grundvelli gildandi samnings þar um, vegna afnota af landi sveitarfélagsins á Stekkhólma. Bæjarstjórn mælist til að mörk hins leigða lands verði endurskoðuð, með tilliti til þess hluta sem er deiliskipulagður sem hesthúsabyggð.
Jafnframt að í þeim samningi verði hugað að afnotarétti fyrir Hrossaræktarsamtök Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.