Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

207. fundur 19. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Þórður Mar Þorsteinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun áranna 2016 - 2018. og
Stefán Bogi Sveinsson,

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2015 eru eftirfarandi: ( Í þús. kr)

A-HLUTI

Tekjur:
Skatttekjur 1.771.168
Framlög Jöfnunarsjóðs 914.114
Aðrar tekjur 556.220
Samtals 3.241.502

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 1.655.334
Annar rekstrarkostnaður 1.049.183
Samtals 2.888.480

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 536.986

Afskriftir 183.964
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -325.751

Rekstrarniðurstaða, jákvæð 27.270


Úr sjóðstreymi A-hluta:
Veltufé frá rekstri 355.785
Fjárfestingarhreyfingar -78.070
Tekin ný langtímalán 30.000
Afborganir lána -325.262
Aðrar fjármögnunarhreyfingar -32.107

Handbært fé í árslok 693


SAMANTEKINN A- og B HLUTI (í þús. kr.)
(A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Dvalarheimili, Félagslegar íbúðir, Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands og Fasteignafélag Iðavalla ehf)

Tekjur:
Skatttekjur 1.754.261
Framlög Jöfnunarsjóðs 914.114
Aðrar tekjur 1.011.516
Samtals 3.679.891

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 1.724.776
Annar rekstrar kostnaður 1.112.978
Samtals 2.837.754

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 842.137

Afskriftir 306.982
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -498.175

Rekstrarniðurstaða, jákvæð 36.981



Úr sjóðstreymi samantekins A- og B hluta:

Veltufé frá rekstri 560.605
Fjárfestingarhreyfingar -384.317
Afborganir lána -511.985
Lántökur 230.000

Handbært fé í árslok 107.406


Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun áranna 2016 til 2018.

Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2016 - 2018, sem einnig koma fram í framlagðri áætlun ársins 2015, sbr. útsend gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201402048

Björn Ingimarsson bæjarstjóri, lagði fram og kynnti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Framlag vegna ljósmyndasafns Héraðsskjalasafnsins kr. 477.468 verði tekið af lið 13-05-9610 og fært á lið 05-31-9980.

Framlag vegna viðbótarhlutafjár í Barra kr. 3.638.321 verði tekið af lið 55-51-31620 (handbæru fé atvinnumálasjóðs) og fært á lið 55-51-51131.

Framlag vegna uppfærslu á Navision bókhaldskerfi sveitarfélagsins kr. 2.500.000 verði mætt með hækkun tekna vegna staðgreiðslu á lið 00-01-0020 og fært á lið 21-22-4065.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 273

Málsnúmer 1411001

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 3.10 og 3.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.6 3.10 og 3.11 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.6.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Staðfest tillaga um að Benedikt Hlíðar Stefánsson verði fulltrúi félagsmálanefndar í starfshópi um íbúðarhúsnæði á vegum Fljótsdalshéraðs.

Lagt fram til kynningar.

3.2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

3.3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201402048

Afgreitt undir lið 2 í þessari fundargerð.

3.4.Fundargerð 821. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201411037

Lagt fram til kynningar.

3.5.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201410143

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum. Varamaður hans verður Stefán Bragason.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035

Í bæjarráði voru lagðar fram þær ályktanir aðalfundar SSA sem helst snerta hlutverk ráðsins. Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að ályktanirnar verði kynntar fyrir viðkomandi stjórnvöldum og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þeirra ályktana sem snúa að samgöngumálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi grafalvarlegra tíðinda af fjármögnun nýframkvæmda í vegagerð og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, óskar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs eftir því að þingmenn kjördæmisins komi til fundar við Austfirska sveitarstjórnarmenn sem fyrst til að fara yfir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á Héraði.

Málsnúmer 201206124

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.8.Reglur um niðurgreiðslu vegna þátttöku í líkamsrækt fyrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201411014

Í vinnslu.

3.9.Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

Málsnúmer 201411020

Lagt fram til kynningar.

3.10.Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201401023

Í bæjarráði var lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 4. nóv. 2014, með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að meðan ófullnægjandi framlög eru til Vatnajökulsþjóðgarðs, sé óráðlegt að ráðast í stofnun fleiri þjóðgarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.11.Málefni tengd eldgosi í Holuhrauni

Málsnúmer 201411036

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma á framfæri við Umhverfisstofnun ósk um að mælum með sjálfvirkum aflestri verði fjölgað á Fljótsdalshéraði t.d. á þeim stöðum þar sem eru sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar fyrir, svo sem á Brú á Jökuldal og Hallormsstað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 274

Málsnúmer 1411007

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.6, 4.7 og 4.9.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Lagt fram til kynningar.

4.2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:

Sorphirðu- og sorpförgunargjald verður 24.253,- kr. á hverja íbúð í þéttbýli, á lögbýli og íbúðarhús utan þéttbýlis.

Gjald fyrir auka gráa tunnu (undir almennt sorp) verður 8.585,- kr/ár

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar:
Grófur óflokkaður úrgangur 37,80,- kr/kg
Blandaður úrgangur 32,60,- kr/kg.
Seyra/úrgangur úr fituskiljum 5,60,- kr/kg
Endurvinnanlegt timbur 10,80,- kr/kg
Óendurvinnanlegt timbur 32,60,- kr/kg
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 22,50,- kr/kg
Kjöt og sláturúrgangur 22,50,- kr/kg
Heimilistæki o.fl. 0,00,- kr/kg
Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír
og annar pappír ótækur til endurvinnslu 32,60,- kr/kg
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og
olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl. 20,00,- kr/kg
Ýmis spilliefni, s.s.málning, lyf, sprautunálar,
flugeldar, úðabrúsar 100,00,- kr/kg
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar yfir 100 lítrum 6.627,- kr/stk
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar undir 100 lítrum 1.658,- kr/stk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Lögð eru fram drög að gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár, sem samþykkt hafa verið af umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi gjaldskrá og felur starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda:

Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanna, aksturs- og flutningskostnaður:
kr. 7.000,- á hvern stórgrip.
Kr. 3.500,- á hverja kind.
Í þeim tilvikum þar sem Fljótsdalshérað hefur búfé í vörslu yfir 6 klukkustundir þá er kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður:
kr. 15.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips.
kr. 5.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti vísast til afgreiðslu í lið 1 í þessari fundargerð.

4.3.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi, 2014

Málsnúmer 201402004

Lagt fram til kynningar.

4.4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2014

Málsnúmer 201410102

Lagt fram til kynningar.

4.5.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 21. okt. 2014

Málsnúmer 201411052

Lagt fram til kynningar.

4.6.Fundargerð almannavarnarnefndar Múlaþings

Málsnúmer 201411068

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að skipuleggja þrjá borgarafundi á Fljótsdalshéraði fyrstu helgina í desember, varðandi hugsanlega náttúruvá vegna eldsumbrota í Holuhrauni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Lögð fram drög að úttektarferli frá Háskólanum á Akureyri og Miðstöð skólaþróunar, sem unnið hefur verið í samráði við bæjarstjóra og bæjarráð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að ráðast í verkefnið, en óskar jafnframt eftir fundi bæjarráðs með úttektaraðila, þar sem farið verður betur yfir ferli úttektarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Verkfall tónlistarkennara

Málsnúmer 201411065

Lagt fram til kynningar.

4.9.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili

Málsnúmer 201411050

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við þingsályktunartillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum

Málsnúmer 201411071

Í vinnslu.

4.11.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Málsnúmer 201411073

Í vinnslu.

4.12.Upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201411024

Lagt fram til kynningar.

4.13.Reglur um niðurgreiðslu vegna þátttöku í líkamsrækt fyrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201411014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

4.15.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að kjósa Önnu Alexandersdóttur og Björn Ingimarsson sem fulltrúa sína í samráðshóp með Landsvirkjun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.16.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

á fundi bæjarráðs voru lögð fram erindi sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa sem var 13. nóv. sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 8

Málsnúmer 1411002

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 5.4. 5.7 og 5.9 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.7.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201411024

Í vinnslu.

5.2.Frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201411028

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir um aðkomu að stofnun frumkvöðlaseturs í samstarfi við aðra hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Húsnæði undir safngripi

Málsnúmer 201403007

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Minjasafns Austurlands um geymslu muna safnsins í bragganum við Sláturhúsið - menningarsetur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Sænautasel, samkomulag

Málsnúmer 201408095

Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi við Sænautasel ehf. um Sænautasel á Jökuldalsheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Umsókn um styrk vegna kaupa á kurlara.

Málsnúmer 201410147

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

5.6.Myndasafn til varðveislu

Málsnúmer 201406071

Í vinnslu.

5.7.Auglýsing eftir umsóknum úr húsfriðunarsjóði árið 2015

Málsnúmer 201410112

Fyrir liggur auglýsing frá Minjastofnun Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði, en umsóknarfrestur er til 1. desember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur eigendur gamalla húsa á Héraði að huga að varðveislu þeirra og vekur athygli á að umsóknarfrestur til Minjastofnunar Íslands vegna styrkja er til 1. desember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, 28. okt. 2014.

Málsnúmer 201410134

Lagt fram til kynningar.

5.9.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Fyrir liggur bréf frá Kvenréttindafélagi Íslands þar sem Fljótsdalshéraði er boðið að sett verði upp farandsýning í sveitarfélaginu um kvenréttingabaráttu síðustu 100 ára.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þiggur boð Kvenréttindafélagsins um sýningu á Héraði í júlí. Í tengslum við sýninguna verði hugað að fleiri viðburðum, er tengjast tímamótunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072

Lagt fram til kynningar.

5.11.Stjórnarfundir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6. og 9. okt. 2014

Málsnúmer 201410076

Lagt fram til kynningar.

5.12.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.apríl 2014

Málsnúmer 201405081

Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 11

Málsnúmer 1411004

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162

Fyrir liggur tillaga um hvernig koma megi fyrir fimleikasal og áhaldageymslu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar og íþrótta-og tómstundanefndar, samþykkir bæjarstjórn að áhaldageymslan við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum verði staðsett norðan við húsið, samkvæmt tillögu Arkitektastofunnar dagsett 29.10.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði 2015

Málsnúmer 201411039

Gjaldskráin staðfest, en hún var að öðru leyti afgreidd undir lið 1 í þessari fundargerð.

6.3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 133

Málsnúmer 1411003

Fundargerðin staðfest.

6.4.Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

Málsnúmer 201411029

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

6.5.Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi

Málsnúmer 201409037

Í vinnslu.

6.6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201410114

Erindi í tölvupósti dags. 24.10. 2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um endurnýjun á gistileyfi í fl. V.
Umsækjandi: 701 Hotels ehf., kt.540605-1490. Forsvarsmaður: Þráinn Lárusson kt.150462-7549 Starfsstöð: Skógarlönd 3a-b, Egilsstöðum.
heiti: Hótel Valaskjálf.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en gefur frest til 1. júní 2015 til að bæta úr aðgengismálum við aðalinngang á suðvesturhorni hússins

Bókun þessi var staðfest af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 12. nóv. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi v.gistingar/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201410030

Erindi í tölvupósti dags. 08.10. 2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. I.
Umsækjandi: Gyða Dögg Sigurðardóttir kt. 230684-2519. Starfsstöð: Bláskógar 12, Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en bendir á að ekki er fyrirhugað að eigandi búi í húsinu og því ætti þetta ekki að vera í flokki I.

Bókun þessi var afgreidd án athugasemda af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 12. nóv. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GJ)

6.8.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201410027

Erindi í tölvupósti dags. 10.09. 2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt rekstrarleyfi í fl. II.
Umsækjandi: Röskvi ehf. kt.630704-2350.
Forsvarsmaður: Fjóla Jóhanna Kristjánsdóttir kt.040960-6359.
Starfsstöð Miðgarður 6, Egilsstöðum íbúðir 302 og 103.
Heiti: Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Bókun þessi var afgreidd án athugasemda af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 12. nóv. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.9.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133

Umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar vísað til afgreiðslu bæjarráðs á erindinu.

6.10.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072

Lagt fram til kynningar.

6.11.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035

Lagt fram til kynningar.

6.12.Beiðni um afnám einstefnu í Bláskógum

Málsnúmer 201411030

Í vinnslu.

6.13.Beiðni um stækkun íbúðarhúsalóðar

Málsnúmer 201411022

Erindi dagsett 31.10. 2014 þar sem Magnús M. Norðdahl hrl. óskar eftir að lóðin Egilsstaðir 6 á Egilsstöðum verði stækkuð úr 0,368 ha. í 0,9860 ha. Fyrir liggur yfirlýsing um stækkun og hnitsettur uppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjandi og felur starfsmanni nefndarinnar að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.14.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201411042

Í vinnslu.

6.15.Vinnubúðir, ósk um geymslulóð

Málsnúmer 201210083

Í vinnslu.

6.16.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201410073

Í vinnslu.

6.17.Geymslusvæði fyrir moltu

Málsnúmer 201401041

Lagt fram til kynningar.

6.18.Beiðni um að rífa sæluhús á Fagradal

Málsnúmer 201410070

Í vinnslu.

6.19.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 201311075

Gjaldskráin staðfest, en málið að öðru leyti afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.

6.20.Aðalskipulagsbreyting, Uppsalir í Eiðaþinghá

Málsnúmer 201411045

Í vinnslu.

6.21.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Lagt fram til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 6

Málsnúmer 1411005

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 7.5 og 7.6. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.6 og bar fram fyrirspurn og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7.6 og svaraði fyrirspurn og ræddi lið 7.5.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162

Afgreitt undir lið 6.1 í þessari fundargerð.

7.2.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133

Umsögn íþrótta- og tómstundanefndar vísað til afgreiðslu bæjarráðs á erindinu.

7.3.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072

Lagt fram til kynningar.

7.4.Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201403005

Fyrir liggur bréf frá UMFÍ þar sem staðfest er að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Egilsstöðum 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipuð verði sem fyrst undirbúningsnefnd um Unglingalandsmót UMFÍ 2017, í samráði við UÍA.
Bæjarstjórn felur jafnframt íþrótta- og tómstundanefnd að tilnefna fulltrúa Fljótsdalshéraðs í undirbúningsnefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410119

Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar var farið yfir bókun ungmennaráðs, frá 15. apríl 2014, þar sem fram kemur m.a. að ungmennaráðið "telur að jafna þurfi þá stöðu sem "kvenna og karla íþróttir" eru í. Jafnframt kom þar fram að ungmennaráðinu "finnst að karla sportið njóti meiri athygli óháð árangri".
Einnig voru ræddar ýmsar hugmyndir um íþrótta- og tómstundamál, svo og áfengis-, tóbaks- og fíkniefnaneysla ungs fólks og leiðir til að vinna gegn henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar því að ungmennaráð tekur þessi málefni til umfjöllunar og hvetur fulltrúa ráðsins og ungt fólk almennt til að beita sér í þessum málum, sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Samningar sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd og varða íþrótta- og tómstundastarf

Málsnúmer 201409104

Fyrir liggja drög að samningum við Skátafélagið Héraðsbúa, Flugklúbb Egilsstaða og Golfklúbb Fljótsdalshéraðs.

Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerðir verðir samningar við Skátafélagið Héraðsbúa, Flugklúbb Egilsstaða og Golfklúbb Fljótsdalshéraðs, samkvæmt fyrirliggjandi drögum, til eins árs.
Jafnframt hvetur bæjarstjórn nefndina til að yfirfara og samræma samninga sem undir hana heyra á næsta ári, eins og hún er með áform um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.7.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411043

Í vinnslu.

8.Beiðni um tímabundið leyfi frá setu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201411082

Fyrir liggur bréf frá Sigrúnu Harðardóttur bæjarfulltrúa, þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn. Óskað er eftir að leyfið verði veitt frá og með 1. desember 2014 til og með 31. maí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigrúnar um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn skv framansögðu og býður varamann hennar Þórð Mar Þorsteinsson velkominn til starfa í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um heimagistingu

Málsnúmer 201402079

Til máls tóku: Guðmundur Sv. Kröyer, sem lýsti vanhæfi sínu og bar forseti það undir fundinn. Var hann samþ. vanhæfur með 4 atkv. 3. fulltrúar minnihluta greiddu atkv. gegn vanhæfi, 1 sat hjá (ÁK) og einn var fjarverandi (GSK)
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og lagði fram tillögu f.h. B-listans. Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir, Árni Kristinsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga B-listans lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til Umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu.

Tillagan borin upp og felld með 5 atkv. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta greiddu henni atkvæði. 1 var fjarverandi (GSK).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til athugasemda er bárust við grenndarkynningu og fyrri afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar 12.03.2014, samþykkir bæjarstjórn að falla frá áformum um breytingu á deiliskipulögum Selbrekkusvæðis og mælir ekki með að leyfi til heimagistingar verði veitt.

Samþykkt með 5 atkv. meirihluta gegn 3 atkv. minnihluta, en 1 var fjarverandi (GSK)

Fundi slitið - kl. 19:00.