Auglýsing eftir umsóknum úr húsfriðunarsjóði árið 2015

Málsnúmer 201410112

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 8. fundur - 10.11.2014

Fyrir liggur auglýsing frá Minjastofnun Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði, en umsóknarfrestur er til 1. desember 2014.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur eigendur gamalla húsa á Héraði að huga að varðveislu þeirra og vekur athygli á að umssóknarfrestur til Minjastofnunar Íslands vegna styrkja er til 1. desember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Fyrir liggur auglýsing frá Minjastofnun Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði, en umsóknarfrestur er til 1. desember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur eigendur gamalla húsa á Héraði að huga að varðveislu þeirra og vekur athygli á að umsóknarfrestur til Minjastofnunar Íslands vegna styrkja er til 1. desember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.