Atvinnu- og menningarnefnd

8. fundur 10. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201411024Vakta málsnúmer

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

2.Frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201411028Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Unnar Erlingsson frá Austurneti og kynnti humyndir um stofnun frumkvöðlaseturs.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir um aðkomu að stofnun frumkvöðlaseturs í samstarfi við aðra hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Húsnæði undir safngripi

Málsnúmer 201403007Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Minjasafns Austurlands um geymslu muna safnsins í bragganum við Sláturhúsið - menningarsetur.

Samningsdrögin samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sænautasel, samkomulag

Málsnúmer 201408095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi við Sænautasel ehf um Sænautasel á Jökuldalsheiði.

Samningsdrögin samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kristjána Jónsdóttir yfirgaf fundinn undir afgreiðslu málsins.

5.Umsókn um styrk vegna kaupa á kurlara.

Málsnúmer 201410147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, vegna kaupa á kurlara.

Þar sem öllu fjármagni hefur verið úthlutað úr Atvinnumálasjóði á þessu ári sér atvinnu- og menningarnefnd sér ekki fært að verða við beiðni umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Myndasafn til varðveislu

Málsnúmer 201406071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn Héraðsskjalasafns Austfirðinga um myndefni sem sveitarfélaginu hefur verið boðið til kaups.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 7. júlí 2014.

Í vinnslu.

7.Auglýsing eftir umsóknum úr húsfriðunarsjóði árið 2015

Málsnúmer 201410112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur auglýsing frá Minjastofnun Íslands þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði, en umsóknarfrestur er til 1. desember 2014.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur eigendur gamalla húsa á Héraði að huga að varðveislu þeirra og vekur athygli á að umssóknarfrestur til Minjastofnunar Íslands vegna styrkja er til 1. desember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, 28. okt. 2014.

Málsnúmer 201410134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 28. október 2014.

Lagt fram til kynningar.

9.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Kvenréttindafélagi Íslands þar sem Fljótsdalshéraði er boðið að sett verði upp farandsýning í sveitarfélaginu um kvenréttingabaráttu síðustu 100 ára.

Atvinnu- og menningarnefnd þiggur boð Kvenréttindafélagsins um sýningu á Héraði í júli. Í tengslum við sýninguna verði hugað að fleiri viðburðum, er tengjast tímamótunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072Vakta málsnúmer

Fyrir liggur auglýsing um málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum, sem haldið verður í Reykjanesbæ 14. nóvember.

Lagt fram til kynningar.

11.Stjórnarfundir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6. og 9. okt. 2014

Málsnúmer 201410076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 6. og 9. október 2014.

Lagt fram til kynningar.

12.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.apríl 2014

Málsnúmer 201405081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 30. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.