Umsókn um styrk vegna kaupa á kurlara.

Málsnúmer 201410147

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 8. fundur - 10.11.2014

Fyrir liggur umsókn í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, vegna kaupa á kurlara.

Þar sem öllu fjármagni hefur verið úthlutað úr Atvinnumálasjóði á þessu ári sér atvinnu- og menningarnefnd sér ekki fært að verða við beiðni umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.