Eignasjóður Fljótsdalshéraðs er rekinn sem sjálfstæð bókhaldseining innan A-hluta sveitarfélagsins. Tekjur hans eru að mestu bókfærð leiga allra fasteigna í eigu Fljótsdalshéraðs, nema félagslegra íbúða, sem reiknuð er út eftir ákveðinni formúlu ár hvert.
Þessar reiknuðu tekjur eiga síðan að standa undir afborgun lána sem hvíla á eignunum, tryggingum, fasteignagjöldum og svo öllu viðhaldi þeirra og umsjá. Með því að færa slíka fasta ákveðna leigu á hverja húseign eru útgjöldin stofnanna og deilda fyrirsjáanleg og sveiflur í kostnaði við viðhald jafnast út í gegnum Eignasjóðinn. Umsjónarmaður fasteigna annast utanumhald Eignasjóðs og áætlanagerð, en bókhald hans er hluti af öðru bókhaldi sveitarfélagsins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.