Virkni

Markmið Virkni er að fyrirbyggja félagslega einangrun með uppbyggilegum viðfangsefnum. Stefnt er að því að allir einstaklingar eigi þess kost að taka virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum með þeim stuðningi sem kostur er á hverju sinni. Meðal þjónustuúrræða eru - félagsmiðstöð og dagþjónusta eldri borgara að Hlymsdölum, félagsleg hæfing, - iðja og verkþjálfun í Stólpa og mann- og geðræktarmiðstöðin Ásheimar.

Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér og umsóknir um þjónustu / aðstoð má finna hér.

 Verkefnastjóri virkni er Guðrún Helga Elvarsdóttir.

Síðast uppfært 23. september 2016