Fljótsdalshérað er eitt af þeim sveitarfélögum sem undirritað hefur samstarfssamning við Embætti landlæknis um verkefnið Heilsueflandi samfélag.
Heilsueflandi samfélag...
...leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun.
...leggur áherslu á að bæta félagslegt og manngert umhverfi íbúa.
...dregur úr ójöfnuði.
...leggur áherslu á margskonar forvarnar- og heilsueflingarstarf.
...nær til allra aldurshópa í samfélaginu m.a. í gegnum heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaði og starf eldri borgara.
...leitast við að ná til allra hagsmunahópa í samfélaginu.
...gætir að áhrifum á heilsu og líðan í allri stefnumótun.
...stefnir að því að auka ánægju, hamingju og heilsuhreysti sem allra flestra íbúa.
...gerir samfélagið í heild enn eftirsóknarverðara, hagkvæmara, öruggara, sjálfbærara og skilvirkara.
...velur sína nálgun í vegferðinni til heilsueflingar, eftir áherslum, áhuga og markmiðum.
...er mótað af stjórnsýslu, einstaklingum og umhverfi.
...hugar að skipulagi og hönnun sem ýtir undir hreyfingu, t.d. með göngu- og hjólreiðastígum, grænum svæðum og leiksvæðum.
...tryggir gott framboð og aðgengi að skipulagri hreyfingu fyrir íbúa á öllum aldri.
...býður íbúum tækifæri til að þroskast í leik og starfi.
Dæmi um það sem getur haft áhrif á heilsuhegðun fólks:
• Aðbúnaður eldri borgara.
• Aðgengi að byggingum og þjónustu.
• Áfengis-, tóbaks og vímuefnaforvarnir.
• Félagsleg þjónusta.
• Fjölskylda og vinir.
• Forvarnir og öryggismál.
• Heilbrigðisþjónusta.
• Hönnun hverfa og bygginga.
• Opinberar ráðleggingar.
• Samgöngur.
• Skipulagsmál almennt.
• Skólasamfélagið.
• Stjórnsýslan.
• Umhverfið.
• Æskulýðs- og íþróttastarf.
Hægt að er koma með ábendingar og hugmyndir fyrir verkefnið á emailið heilsueflandi@fljotsdalsherad.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.