Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs kallast bæjarstjórn. Um réttindi, skyldur og verkefni hennar er fjallað í II.-IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og í I.-IV. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs er skipuð 9 fulltrúum sem kjörnir eru í sveitarstjórnarkosningum á fjögurra ára fresti. Bæjarstjórn er æðsta stjórnvald sveitarfélagsins og tekur ákvarðanir um öll meiriháttar mál sem varða starfsemi þess. Bæjarstjórn kýs fulltrúa í bæjarráð og fastanefndir sveitarfélagsins, sem heyra undir hana, auk þess að kjósa fulltrúa í ýmsar sameiginlegar stjórnir, nefndir og ráð sveitarfélaga. Fundir bæjarstjórnar eru haldnir reglulega 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar fyrir utan sumar- og jólaleyfi.
Á fundum bæjarstjórnar eru fundargerðir bæjarráðs og fastanefnda sveitarfélagsins teknar fyrir, eftir atvikum til kynningar og staðfestingar. Einnig getur bæjarstjórn tekið önnur mál sérstaklega á dagskrá fundarins. Forseti bæjarstjórnar gerir tillögu að dagskrá bæjarstjórnarfunda í samráði við bæjarstjóra, boðar til funda, og stýrir þeim. Bæjarstjóri situr fundi bæjarstjórnar með málfrelsi og tillögurétt, en greiðir ekki atkvæði.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og er heimilt að koma til fundar og fylgjast með því sem fram fer samkvæmt því sem nánar greinir í samþykktum um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs. Fundir bæjarstjórnar eru jafnframt sendir út beint á netinu og eru upptökur af fundum aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagins.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp
Launakjör bæjarfulltrúa og nefndafólks
Nafn |
Staða |
Netfang |
Bæjarfulltrúar
|
Aðalsteinn Ásmundarson (L)
|
Anna Alexandersdóttir (D)
Formaður bæjarráðs, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar. Aðalfulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og á aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Situr í samgöngunefnd SSA, stýrihópi HáAust og í samráðsnefnd Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar.
|
Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir (B)
Bæjarfulltrúi, formaður atvinnu- og menningarnefndar. Aðalfulltrúi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Situr í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Farsími 863-9102
|
Berglind Harpa Svavarsdóttir (D)
Bæjarfulltrúi og formađur fræđslunefndar Fljótsdalshérađs. Situr einnig ì bygginganefnd viđbyggingar viđ leikskólann Hádegishöfđa.
Farsími 860-3514.
|
Björg Björnsdóttir (L)
Bæjarfulltrúi. Situr í fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs og í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Aðalfulltrúi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Farsími: 892 8865
|
Gunnar Jónsson (D)
Bæjarfulltrúi, formaður stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, fulltrúi á Landsþingi íslenskra sveitarfélaga og aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Formaður byggingarnefndar hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum. Situr í þarfagreiningarnefnd um menningarhús á Fljótsdalshéraði.
|
Hannes Karl Hilmarsson (M)
|
Kristjana Sigurðardóttir (L)
Bæjarfulltrúi, aðalfulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd, stjórn Brunavarna á Héraði og á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
|
Stefán Bogi Sveinsson (B)
|
Bæjarstjórn - varamenn
|
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir (B)
|
Dagur Skírnir Óðinsson (L)
|
Guðfinna Harpa Árnadóttir (B)
|
Hrefna Hlín Sigurðardóttir (M)
|
Karl Lauritzson (D)
|
Sigrún Blöndal (L)
|
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir (D)
|
Sigurður Gunnarsson (D)
|
Skúli Björnsson (L)
|
Starfsmenn bæjarstjórnar
|
Björn Ingimarsson
Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og er ráðinn til starfans af bæjarstjórn sem ópólitískur fulltrúi í embættið. Hann er yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins og jafnframt æðsti embættismaður. Starfsvið bæjarstjóra er að sjá um framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og fara ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn sveitarfélagsins.
|
Guðlaugur Sæbjörnsson
Fjármálastjóri, ber ábyrgð á fjármálum, reikningshaldi og fjárreiðum Fljótsdalshéraðs. Deildin sinnir innra eftirliti, þ.m.t. eftirliti með skatttekjum, eftirliti með framkvæmd fjárhagsáætlunar, umsjón með álagningarstofni fasteignagjalda og álagningu þeirra. Fjármálastjóri yfirmaður Fjármáldeildar en þar fimm starfsmenn.
|
Stefán Bragason
Vinna með bæjarstjórn og bæjarráði í samráði við bæjarstjóra, við undirbúning funda og úrvinnslu fundargerða. Helstu verkefni eru að gera drög að fundargerðum fyrir fundi meiri- og minnihluta, sitja fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar og rita fundargerðir þeirra. Frágangur fundargerða að fundi loknum og svara erindum vegna afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og koma ákvörðunum þeirra á framfæri við viðkomandi aðila með tölvupóstum eða formlegum bréfum.
|