Bæjarstjórn

Bæjarstjórn FljótsdalshéraðsSveitarstjórn Fljótsdalshéraðs kallast bæjarstjórn. Um réttindi, skyldur og verkefni hennar er fjallað í II.-IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og í I.-IV. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs er skipuð 9 fulltrúum sem kjörnir eru í sveitarstjórnarkosningum á fjögurra ára fresti. Bæjarstjórn er æðsta stjórnvald sveitarfélagsins og tekur ákvarðanir um öll meiriháttar mál sem varða starfsemi þess. Bæjarstjórn kýs fulltrúa í bæjarráð og fastanefndir sveitarfélagsins, sem heyra undir hana, auk þess að kjósa fulltrúa í ýmsar sameiginlegar stjórnir, nefndir og ráð sveitarfélaga. Fundir bæjarstjórnar eru haldnir reglulega 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar fyrir utan sumar- og jólaleyfi.

Á fundum bæjarstjórnar eru fundargerðir bæjarráðs og fastanefnda sveitarfélagsins teknar fyrir, eftir atvikum til kynningar og staðfestingar. Einnig getur bæjarstjórn tekið önnur mál sérstaklega á dagskrá fundarins. Forseti bæjarstjórnar gerir tillögu að dagskrá bæjarstjórnarfunda í samráði við bæjarstjóra, boðar til funda, og stýrir þeim. Bæjarstjóri situr fundi bæjarstjórnar með málfrelsi og tillögurétt, en greiðir ekki atkvæði.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og er heimilt að koma til fundar og fylgjast með því sem fram fer samkvæmt því sem nánar greinir í samþykktum um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs. Fundir bæjarstjórnar eru jafnframt sendir út beint á netinu og eru upptökur af fundum aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagins.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Samþykkt um stjórn og fundarsköp

pdf merki Launakjör bæjarfulltrúa og nefndafólks

Nafn Staða Netfang

Bæjarfulltrúar

Bæjarstjórn - varamenn

Starfsmenn bæjarstjórnar