Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

319. fundur 02. september 2020 kl. 17:00 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
 • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
 • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
 • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 523

Málsnúmer 2008008FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 524

Málsnúmer 2008017FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.1 og bar fram fyrirspurn og lið 2.6 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.1 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137

Málsnúmer 2008011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liða 3.4 og 3.5 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan og Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.18.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Yfirmaður eignasjóðs mætti á fund umhverfis- og framkvæmdanefndar og kynnti uppfærð gögn og afstöðu Brunavarna á Austurlandi til fyrirliggjandi útfærslu á flóttaleið.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur ekki forsendur til að vinna verkefnið áfram að svo stöddu.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Auglýsingu er lokið en frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Ein athugasemd var tekin fyrir á síðasta fundi nefndarinnar og var skipulagsráðgjafa falið að gera tillögu að svörum við henni og liggja drög að svörum fyrir fundi bæjarstjórnar. Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá einnig umsögn Minjastofnunar frá því við fyrri auglýsingu skipulagsins. Skipulags- og byggingarfulltrúi, ásamt ráðgjöfum, hefur fundað með Skipulagsstofnun vegna málsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að sækja um undanþágu til Minjastofnunar vegna fornleifaskráningar og húsakönnunar sem liggur ekki fyrir, en verður unnin á næstu mánuðum.
  Bæjarstjórn samþykkir þau drög að svörum við athugasemdum sem skipulagsráðgjafi hefur tekið saman og gerir þau að sínum.
  Að teknu tilliti til þess sem að framan greinir samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var auglýst þann 16. júlí 2020 og var frestur til að skila umsögnum og koma á framfæri ábendingum til 10. ágúst. Ein umsögn, frá Náttúrufræðistofnun Íslands, var tekin fyrir á síðasta fundi nefndarinnar, en nú liggja fyrir þrjár aðrar umsagnir, frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun og landeigendum. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur farið yfir þær umsagnir og athugasemdir sem hafa borist.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til skipulagsráðgjafa til úrvinnslu.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu, en einn var fjarverandi (G.J.)
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar fór skipulags- og byggingarfulltrúi yfir stöðu málsins. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur, ásamt skipulagsráðgjöfum og fulltrúa Isavia, fundað með Skipulagsstofnun vegna málsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi fyrir flugvöllinn dags. 13.3.2020 verði auglýst að nýju ásamt umhverfisskýrslu.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu, en einn var fjarverandi (G.J.)
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið, en bendir á að sækja þarf um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Áskilið er að framkvæmdaraðili kynni verkefnið fyrir Minjastofnun.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni, efnistaka við Mjóafjarðarveg.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða aðra möguleika með Vegagerðinni um malarnám úr opnum námum á aðalskipulagi.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Til umsagnar er verkefnislýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi verkefnislýsingu.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • 3.11 202008029 Fjallskil 2020
  Bókun fundar Ganga þarf frá ráðningu fjallskilastjóra á Jökuldal norðan ár og í Jökulsárhlíð. Einnig liggja fyrir leiðbeiningar og gátlisti varðandi Covid-19 og göngur og réttir.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar Benedikt Arnórssyni hans störf sem fjallskilastjóri á Jökuldal norðan ár og í Jökulsárhlíð og samþykkir jafnframt að ráða Árna Jón Þórðarson í hans stað. Verkefnastjóra umhverfismála falið að kynna fjallskilastjórum leiðbeiningar og gátlista varðandi Covid-19.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi við Tjarnarbraut 11. Grenndarkynning hefur farið fram og er án athugasemda.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Óskað er eftir bættri aðstöðu fyrir frisbígolf.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, þakkar erindið og bendir á að í vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Selskóg sem nú er í kynningu, er gert ráð fyrir mögulegu svæði fyrir frisbígolf. Nánari útfærslu þarf að vinna í samráði við áhugasama aðila og íþrótta- og tómstundanefnd.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Fyrir liggja upplýsingum um þekktar miltisbrandsgryfjur innan sveitarfélagsins og ósk um að upplýsingum um þær verði bætt inn á aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að vísa erindinu til skipulagsráðgjafa aðalskipulags til úrvinnslu og jafnframt að þessar upplýsingar verði færðar inn í skipulagsgögn við næstu endurskoðun.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 107

Málsnúmer 2008006FVakta málsnúmer

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 64

Málsnúmer 2008005FVakta málsnúmer

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 291

Málsnúmer 2008012FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar var farið yfir málið. Fyrir liggur samþykkt um að fram fari kostnaðargreining á að bætt verði hæð ofan á nýrri álmu Fellaskóla. Fram kom á fundinum að yfirmaður Eignasjóðs leggur áherslu á að fyrir liggi frumþarfagreining á hvernig slík hæð verði nýtt.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að skólastjóri Fellaskóla, Tónlistarskólans í Fellabæ, yfirmaður Eignasjóðs og fræðslustjóri vinni drög að slíkri þarfagreiningu sem fyrst.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd varðandi mikilvægi þess að fundið verði skammtímaúrræði til að mæta þörf á viðbótar leikskólaplássum og felur bæjarstjóra að vinna að málinu ásamt fræðslustjóra og fræðslunefnd.

  Bæjarstjórn er einnig sammála því að í langtíma fjárfestingaráætlun verði gert ráð fyrir leikskóla á suðursvæðinu á Egilsstöðum.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur fyrir leikskóla Fljótsdalshéraðs.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 90

Málsnúmer 2008015FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 7.1 og 7.3, Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 7.1, Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7.1, Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.1, Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.1 og Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 7.1.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fram kom á fundi ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs að ráðið hyggst senda öllum framboðum spurningalista og deila svörum þeirra á samfélagsmiðlum sínum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur ungt fólk sérstaklega til þess að láta sig málefni samfélagsins varða, kynna sér fólk og málefni og nýta kosningarétt sinn í sveitarstjórnarkosningum fyrir nýtt sveitarfélag sem fram fara laugardaginn 19. september 2020.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • 7.4 201910031 Ungmennaþing
  Bókun fundar Fram kom að ungmennaráð stefnir að því að halda ungmennaþing vorið 2021. Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Fundi slitið - kl. 18:30.