Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 291

Málsnúmer 2008012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 319. fundur - 02.09.2020

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar var farið yfir málið. Fyrir liggur samþykkt um að fram fari kostnaðargreining á að bætt verði hæð ofan á nýrri álmu Fellaskóla. Fram kom á fundinum að yfirmaður Eignasjóðs leggur áherslu á að fyrir liggi frumþarfagreining á hvernig slík hæð verði nýtt.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að skólastjóri Fellaskóla, Tónlistarskólans í Fellabæ, yfirmaður Eignasjóðs og fræðslustjóri vinni drög að slíkri þarfagreiningu sem fyrst.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd varðandi mikilvægi þess að fundið verði skammtímaúrræði til að mæta þörf á viðbótar leikskólaplássum og felur bæjarstjóra að vinna að málinu ásamt fræðslustjóra og fræðslunefnd.

  Bæjarstjórn er einnig sammála því að í langtíma fjárfestingaráætlun verði gert ráð fyrir leikskóla á suðursvæðinu á Egilsstöðum.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur fyrir leikskóla Fljótsdalshéraðs.

  Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.