Fyrir liggja svör Landsnets, dagsett 14. júlí 2020, við spurningum nefndarinnar um flutningsgetu og öryggi á afhendingu á raforku inn á Fljótsdalshérað. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 8. júní 2020.
Atvinnu- og menningarmálanefnd Fljótsdalshéraðs þakkar greinagóð svör Landsnets og leggur jafnframt til viðræður, milli Landsnets og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, um tímasetningu einstakra framkvæmdaliða.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.
2.Fundargerð valnefndar, skv. reglum um listaverk í eigu Fljótsdalshéraðs
Fyrir liggja drög að stofnskrá fyrir miðstöð fræða og sögu. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 23. mars 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í tillögurnar sem fyrir liggja og felur starfsmanni að kynna þær fyrir forstöðufólki safnanna í Safnahúsinu og Sögufélagi Austurlands. Málið verði síðan tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fyrir liggur fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 15. júní 2020. Einnig liggur fyrir Ársreikningur 2019, fjárhagsáætlun safnsins fyrir 2021 og tillögur að breyttum stofnsamningi safnsins.
Fjárhagsáætlun fyrir safnið verður tekin fyrir við gerð fjárhagsáætlunar atvinnu- og menningarnefndar.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 8. júní 2020.
Atvinnu- og menningarmálanefnd Fljótsdalshéraðs þakkar greinagóð svör Landsnets og leggur jafnframt til viðræður, milli Landsnets og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, um tímasetningu einstakra framkvæmdaliða.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.