Atvinnu- og menningarnefnd

107. fundur 24. ágúst 2020 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Gagnaver

Málsnúmer 202002089

Fyrir liggja svör Landsnets, dagsett 14. júlí 2020, við spurningum nefndarinnar um flutningsgetu og öryggi á afhendingu á raforku inn á Fljótsdalshérað.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 8. júní 2020.

Atvinnu- og menningarmálanefnd Fljótsdalshéraðs þakkar greinagóð svör Landsnets og leggur jafnframt til viðræður, milli Landsnets og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, um tímasetningu einstakra framkvæmdaliða.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Fundargerð valnefndar, skv. reglum um listaverk í eigu Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201911008

Fyrir liggur fundargerð valnefndar samkvæmt reglum um listaverk í eigu Fljótsdalshéraðs, frá 12. ágúst 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd staðfestir niðurstöður valnefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.Miðstöð fræða og sögu

Málsnúmer 202003097

Fyrir liggja drög að stofnskrá fyrir miðstöð fræða og sögu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 23. mars 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í tillögurnar sem fyrir liggja og felur starfsmanni að kynna þær fyrir forstöðufólki safnanna í Safnahúsinu og Sögufélagi Austurlands. Málið verði síðan tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

Málsnúmer 202002121

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 15. júní 2020. Einnig liggur fyrir Ársreikningur 2019, fjárhagsáætlun safnsins fyrir 2021 og tillögur að breyttum stofnsamningi safnsins.

Fjárhagsáætlun fyrir safnið verður tekin fyrir við gerð fjárhagsáætlunar atvinnu- og menningarnefndar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar 2019

Málsnúmer 202008087

Fyrir liggur frá Guðmundi Karli Sigurðssyni f,h, húsráðs, ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar fyrir 2019.

Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021

Málsnúmer 202004095

Fyrir liggja gögn vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2021.

Starfsmaður fór yfir stöðu vinnunnar og mun leggja fyrir ýtarlegri gögn á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fundi slitið - kl. 18:00.