Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021

Málsnúmer 202004095

Atvinnu- og menningarnefnd - 103. fundur - 20.04.2020

Starfsmaður nefndar gerði grein fyrir að undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021 væri að hefjast.
Málið verður á dagskrá næsta fundar nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 104. fundur - 11.05.2020

Fyrir liggja gögn vegna fjárhagsáætlunar vinnu atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021.

Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Atvinnu- og menningarnefnd - 105. fundur - 25.05.2020

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021. Á fundinn undir þessum lið mætti forstöðufólk stofnana sem undir nefndina heyra, þær Bára Stefánsdóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Jóhanna Hafliðadóttir, Ragnhildur Ásvaldsdóttir.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2021 og vísar henni til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 107. fundur - 24.08.2020

Fyrir liggja gögn vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2021.

Starfsmaður fór yfir stöðu vinnunnar og mun leggja fyrir ýtarlegri gögn á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Atvinnu- og menningarnefnd - 108. fundur - 07.09.2020

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. ágúst 2020.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.