Fyrir liggja drög að samningi við Héraðsskjalasafn Austfirðinga vegna vinnu safnsins fyrir sveitarfélagið m.a. við söfnun, flokkun og skráningu skjala frá fyrrum sveitarfélögum sem nú mynda Fljótsdalshérað.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samningsdrög.
Starfsmaður nefndarinnar kynnti áherslur og áætlun í kynningarmálum sem unnið er að m.a. í samstarfi við Þjónustusamfélagið á Héraði fyrir sumarið 2020.
Einnig lá fyrir erindi frá Hringbraut þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í gerð sjónvarpsefnis. Atvinnu- og menningarnefnd hefur ekki fjármuni til að kaupa efni af þessu tagi.
Starfsmaður nefndar gerði grein fyrir að undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021 væri að hefjast. Málið verður á dagskrá næsta fundar nefndarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samningsdrög.
Samþykkt samhljóða með nafnakalli.