Atvinnuverkefni

Málsnúmer 202004115

Atvinnu- og menningarnefnd - 103. fundur - 20.04.2020

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén með tillögum um mál til umræðu um möguleg verkefni á Héraði m.a. vegna Covid 19.

Í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 104. fundur - 11.05.2020

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén með tillögum um mál til umræðu um möguleg verkefni á Héraði 2020 vegna Covid 19.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. apríl 2020.

Fyrir liggja gögn um þau verkefni og þær hugmyndir sem nú þegar er verið að vinna að til að bregaðst við atvinnuástandinu um þessar mundir ekki síst meðal ungs fólks.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur til þess að við undirbúning nýs sveitarfélags verði hugað að atvinnumálum og atvinnuuppbyggingu og að mótuð verði skýr sýn og stefna í þeim málaflokki. Nefndin minnir jafnframt á að fullt starf atvinnumálafulltrúa verði tryggt.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.