Atvinnu- og menningarnefnd

104. fundur 11. maí 2020 kl. 17:00 - 19:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál yrði tekið á dagskrá og var það samþykkt samhljóða. Það er númer 10.

1.Hátíðarhöld og dagskrá 17. júní

Málsnúmer 201903126

Á fundinn undir þessum lið mættu Anna Dís Jónsdóttir og Dagbjört Kristinsdóttir fulltrúar fimleikadeildar Hattar, en sveitarfélagið er með samning við deildina um framkvæmd hátíðarhaldanna á 17. júní.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að í ljósi Covid 19 og þeirra takmarkana sem í gildi eru varðandi fjöldasamkomur verði hátíðarhöld á 17. júní felld niður þetta árið.
Nefndin felur starfsmanni og fimleikadeild Hattar að vera vakandi fyrir öðrum tækifærum til hátíðarhalda síðar á árinu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum á tímum Covid 19

Málsnúmer 202005034

Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurför, dagsettur 6. maí 2020, þar sem er óskað eftir því að Austurför fái afnot af svæðinu innan við skattstofuna og syðsta hluta gamla tjaldsvæðisins þar fyrir vestan. Þetta er vegna þeirra takamarkana um fjölda gesta og nálægðarmörk sem sett hafa verið vegna Covid 19. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma fyrir bráðabirgða hreinlætisaðstöðu og rafmagni á þessu svæði.

Á fundinn undir þessum lið mættu Heiður Vigfúsdóttir og Margrét Ólöf Sveinsdóttir fulltrúar Austurfarar.

Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð fyrir því að Austurför verði veitt afnot af umræddu svæði fyrir tjaldsvæði í sumar, ef á þarf að halda. Starfsmanni falið að taka saman áætlun um mögulegan kostnað og framkvæmd og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 202004015

Fyrir liggja ábendingar til Menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs 2020, en frestur til að skila þeim var til 5. maí.

Atvinnu- og menningarnefnd er sammála um hver hljóti Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs að þessu sinni. Stefnt er á að verðlaunin verði afhent 17. júní.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Umsókn um styrk úr Atvinnumálasjóði -

Málsnúmer 202005059

Fyrir liggur styrkumsókn frá Skúla Birni Gunnarssyni, fyrir hönd Þjónustusamfélagsins á Héraði og Upphéraðsklasans vegna gerðar ferðaþjónustutengds ratleiks sem m.a. væri hægt að nota í snjalltækjum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 350.000 sem tekið verði af lið 1381.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2019

Málsnúmer 202004185

Fyrir liggur Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2019 til kynningar.

6.Fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands 2020 og ársreikningur fyrir 2019

Málsnúmer 202005058

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands frá 6. maí 2020 og ársskýrsla og ársreikningur minjasafnsins fyrir 2019.

Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021

Málsnúmer 202004095

Fyrir liggja gögn vegna fjárhagsáætlunar vinnu atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021.

Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

8.Atvinnuverkefni

Málsnúmer 202004115

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén með tillögum um mál til umræðu um möguleg verkefni á Héraði 2020 vegna Covid 19.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. apríl 2020.

Fyrir liggja gögn um þau verkefni og þær hugmyndir sem nú þegar er verið að vinna að til að bregaðst við atvinnuástandinu um þessar mundir ekki síst meðal ungs fólks.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur til þess að við undirbúning nýs sveitarfélags verði hugað að atvinnumálum og atvinnuuppbyggingu og að mótuð verði skýr sýn og stefna í þeim málaflokki. Nefndin minnir jafnframt á að fullt starf atvinnumálafulltrúa verði tryggt.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

9.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138

Fyrir liggur Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs.

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 6. maí 2020 var bókað: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og minnir aðrar nefndir og stofnanir sveitarfélagsins á að hafa æskulýðsstefnu sveitarfélagsins að leiðarljósi í sinni vinnu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnastýra íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála verði boðuð á fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

10.Uppbygging gróðurhúsabyggðar eða garðyrkjusamfélags

Málsnúmer 202005109

Fyrir liggur erindi frá Margréti Árnadóttur er varðar uppbyggingu gróðurhúsabyggðar á Valgerðarstöðum.

Starfsmanni falið að svara ákveðnum atriðum í erindinu, að öðru leyti er málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fundi slitið - kl. 19:30.