Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 202004015

Atvinnu- og menningarnefnd - 102. fundur - 06.04.2020

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu eftir ábendingum til menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs árið 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að birta auglýsingu þar sem kallað er eftir ábendingum til menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs árið 2020.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Atvinnu- og menningarnefnd - 104. fundur - 11.05.2020

Fyrir liggja ábendingar til Menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs 2020, en frestur til að skila þeim var til 5. maí.

Atvinnu- og menningarnefnd er sammála um hver hljóti Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs að þessu sinni. Stefnt er á að verðlaunin verði afhent 17. júní.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.