Fyrir liggur greingargerð um sérverkefni sem Héraðsskjalasafn Austfirðinga vann fyrir sveitarfélagið árið 2019. Jafnframt liggur fyrir beiðni um framlag vegna sérverkefna fyrir sveitarfélagið á árinu 2020.
Starfsmanni falið að gera drög að samningi við Héraðsskjalasafnið og leggja fyrir nefndina. Nefndin telur mikilvægt að unnið verði að því safna sem mest af gögnum fyrrverandi sveitarfélaga sem nú mynda Fljótsdalshérað.
Fyrir liggja til kynningar fundargerðir fulltrúa menningarmiðstöðva á Austurlandi og Austurbrúar vegna undirbúnings að Menningarhátíð barna og ungmenna á þessu ári.
Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að ályktað verði um að ekki verði braskað með hreinleika orku. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd skorar á bæjarstjórn að beita sér fyrir því að endurgjald vegna hreinleika orku renni til þeirra sveitarfélaga, sem sannanlega geta gefið út staðfestingu á því að orkan sé framleidd í því á vistvænan, endurnýjanlegan hátt.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi samningsdrög verði samþykkt og starfsmanni falið að gagna frá samningnum til undirritunar
Samþykkt með nafnakalli.