Ormsteiti til framtíðar

Málsnúmer 201811080

Atvinnu- og menningarnefnd - 78. fundur - 26.11.2018

Atvinnu- og menningarnefnd auglýsti í október síðast liðnum eftir aðila eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér framkvæmd og rekstur bæjarhátíðarinnar Ormsteitis 2019 og eða til næstu ár. Frestur til að skila inn tillögum um framkvæmd og rekstur hátíðarinnar var til og með 19. nóvember 2018.

Engin umsókn barst við auglýsingunni.

Framtíð bæjarhátíðar á Fljótsdalshéraði rædd. Ákveðið að taka málið aftur upp á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 79. fundur - 10.12.2018

Atvinnu- og menningarnefnd auglýsti í október síðast liðnum eftir aðila eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér framkvæmd og rekstur bæjarhátíðarinnar Ormsteitis 2019 og eða til næstu ár. Frestur til að skila inn tillögum um framkvæmd og rekstur hátíðarinnar var til og með 19. nóvember 2018.
Engin umsókn barst við auglýsingunni.

Málið í vinnslu og verður tekið fyrir síðar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 80. fundur - 07.01.2019

Atvinnu- og menningarnefnd auglýsti í október síðast liðnum eftir aðila eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér framkvæmd og rekstur bæjarhátíðarinnar Ormsteitis 2019 og eða til næstu ár. Frestur til að skila inn tillögum um framkvæmd og rekstur hátíðarinnar var til og með 19. nóvember 2018.
Engin umsókn barst við auglýsingunni.

Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. desember 2018, frá Halldóri Waren, þar sem vísað er til fyrrnefndar auglýsingar og lýst er vilja til samráðs og umræðna um framkvæmd bæjarhátíðar.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Halldór mæti við fyrsta tækifæri á fund nefndarinnar þar sem hann geri grein fyrir hugmyndum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Benedikt Warén vék af fundi undir þessum lið.

Atvinnu- og menningarnefnd - 81. fundur - 21.01.2019

Atvinnu- og menningarnefnd auglýsti í október síðast liðnum eftir aðila eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér framkvæmd og rekstur bæjarhátíðarinnar Ormsteitis 2019 og eða til næstu ár. Frestur til að skila inn tillögum um framkvæmd og rekstur hátíðarinnar var til og með 19. nóvember 2018.
Engin umsókn barst við auglýsingunni.

Einnig liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. desember 2018, frá Halldóri Waren, þar sem vísað er til fyrrnefndar auglýsingar og líst er vilja til samráðs og umræðna um framkvæmd bæjarhátíðar.
Málið var á dagskrá síðasta fundi nefndarinnar.

Á fundinn undir þessum lið mætti Halldór Warén og fór yfir hugmyndir sínar.

Atvinnu- og menningarnefnd líst vel á hugmyndir Halldórs og felur starfsmanni að gera drög að samningi við hann um verkefnið og leggja fyrir nefndina.

Benedikt Warén yfirgaf fundinn við afgeiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 82. fundur - 11.02.2019

Fyrir liggja drög að samningi við Tré og te (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Benedikt Warén yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Atvinnu- og menningarnefnd - 93. fundur - 10.10.2019

Fyrir liggur greinargerð frá Halldóri Warén um Ormsteiti 2019 og hugleiðingar um Ormsteiti 2020. Á fundinn undir þessum lið mætti Halldór Warén.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Halldóri fyrir kynninguna og felur starfsmanni gera drög að samningi við hann um framkvæmd Ormsteitis 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Benedikt Warén vék af fundi við afgeiðslu málsins

Atvinnu- og menningarnefnd - 102. fundur - 06.04.2020

Fyrir liggja drög að samningi við Te og tré (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi samningsdrög verði samþykkt og starfsmanni falið að gagna frá samningnum til undirritunar

Samþykkt með nafnakalli.