Atvinnu- og menningarnefnd

79. fundur 10. desember 2018 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Bókasafn Héraðsbúa, ársskýrsla 2017

Málsnúmer 201811157

Fyrir liggur til kynningar Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2017, unnin af forstöðumanni safnsins.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir greinargóða ársskýrslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Greinargerð um starfsemi Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs fyrir 2018

Málsnúmer 201812023

Fyrir liggur greinargerð forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs um starfsemi miðstöðvarinnar fyrir líðandi ár og helstu áherslur næsta árs.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir ágæta greinargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ormsteiti til framtíðar

Málsnúmer 201811080

Atvinnu- og menningarnefnd auglýsti í október síðast liðnum eftir aðila eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér framkvæmd og rekstur bæjarhátíðarinnar Ormsteitis 2019 og eða til næstu ár. Frestur til að skila inn tillögum um framkvæmd og rekstur hátíðarinnar var til og með 19. nóvember 2018.
Engin umsókn barst við auglýsingunni.

Málið í vinnslu og verður tekið fyrir síðar.

4.Áfangastaðurinn Austurland, áfangastaðaáætlun (DMP skýrsla)

Málsnúmer 201812022

Fyrir liggur til kynningar frá Austurbrú skýrslan Action Austurland, sem er áfangastaðaáætlun (Destination management plan), unnin í tengslum við verkefnið Áfangastaðurinn Austurland.

Atvinnu- og menningarnefnd hyggst taka áætlunina aftur fyrir í byrjun næsta árs og stefnir þá jafnframt á opinn fund um hana með hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga

Málsnúmer 201811114

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Atvinnu- og menningarnefnd líst vel á verkefnið en leggur til að málið verði jafnframt tekið til umræðu og afgeiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og í ungmennráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.-Súpufundir- atvinnu- og menningarnefndar

Málsnúmer 201812029

Fyrir liggja hugmyndir um málefni til umræðu á opnum fundum á vegum atvinnu- og menningarnefndar sem fyrirhugaðir eru í febrúar og mars.

Málið er í vinnslu og verða fundirnir auglýstir þegar nær dregur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Gróðrastöðin Barri ehf, gjaldþrotaskipti

Málsnúmer 201812046

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 10. desember 2018, frá framkvæmdastjóra Gróðrastöðvarinnar Barra ehf, ásamt fundargerðum stjórnar frá 4. og 5. desember 2018, þar sem m.a. kemur fram að óskað verði eftir að gróðrastöðin verði tekin til gjaldþrotaskipta.

Atvinnu- og menningarnefnd þykir miður að til þessa hafi þurft að koma.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.