Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga

Málsnúmer 201811114

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 78. fundur - 26.11.2018

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið sem verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 79. fundur - 10.12.2018

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Atvinnu- og menningarnefnd líst vel á verkefnið en leggur til að málið verði jafnframt tekið til umræðu og afgeiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og í ungmennráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104. fundur - 09.01.2019

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Málið var til umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd og lagt til að mál yrði tekið til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd að verkefnið er spennandi. Nefndin leggur til að verkefnastjóri umhverfismála geri í samstarfi við Austurbrú og Þjónustusamfélagið tillögu að afmörkuðu svæði/svæðum til að taka fyrir sem og verklagi við úrbótagönguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 76. fundur - 24.01.2019

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Málið var til umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd og lagt til að málið yrði tekið til umræðu hjá ungmennaráði.

Ungmennaráð tekur undir með öðrum nefndum og telur verkefnið mjög spennandi. Óskar nefndin eftir því að fá að hafa aðkomu að verkefninu ef af verður hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 77. fundur - 21.02.2019

Undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, og sagði frá fyrirætlunum sveitarfélagsins varðandi úrbótagöngu og hugmyndir að aðkomu ungmennaráðs.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs tekur vel í þær hugmyndir sem fram komu í máli Freys en að öðru leyti var málið lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Freyr Ævarsson - mæting: 16:50

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 81. fundur - 19.06.2019

Fyrir liggja gögn vegna úrbótagöngu sem haldin var á Egilsstöðum og í Fellabæ sunnudaginn 26. maí 2019.

Ungmennaráð stýrði göngunni og tók niður þær ábendingar sem bárust.

Ráðið leggur til að úrbótaganga verði reglulega á dagskrá í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122. fundur - 13.11.2019

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja fyrir niðurstöður úr Úrbótagöngunni frá því í vor, sem er að finna á heimasíðuni urbotaganga.is

Lagt fram til kynningar