Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

76. fundur 24. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir varaformaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Rafael Rökkvi Freysson aðalmaður
  • Þorsteinn Ivan M. Bjarkason aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Í upphafi fundar bar formaður upp ósk um að eftirfarandi mál fengi afgreiðslu: Bókun vegna umræðu á Alþingi - kosningar til sveitarstjórna. Verður málið nr. 12 á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Söngkeppni SamAust 2019

Málsnúmer 201901120

Félagsmiðstöðin Nýung hélt söngkeppni SamAust 2019 föstudaginn 18. janúar 2019. SamAust er haldin árlega fyrir félagsmiðstöðvar á Austurlandi og fara sigurvegarar keppninnar og keppa fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva á SamFestingi, söngkeppni SamFés í Reykjavík.

Ungmennaráð óskar starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar til hamingju með frábæran og vel heppnaðan viðburð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga

Málsnúmer 201811114

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Málið var til umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd og lagt til að málið yrði tekið til umræðu hjá ungmennaráði.

Ungmennaráð tekur undir með öðrum nefndum og telur verkefnið mjög spennandi. Óskar nefndin eftir því að fá að hafa aðkomu að verkefninu ef af verður hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ungmennaráð Unicef

Málsnúmer 201809102

Ungmennaráð Unicef á Íslandi óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa með ráðinu.

Ungmennaráð beinir auglýsingunni til allra 14-18 ára ungmenna á Fljótsdalshéraði og hvetur áhugasöm til þess að sækja um til að vinna að réttindum barna og ungmenna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Milljarður rís

Málsnúmer 201901092

Fyrir liggur hugmynd um að ungmennaráð Fljótsdalshéraðs komi að skipulagningu viðburðarins Milljarður rís, sem haldinn verður á ýmsum stöðum á landinu þann 14. febrúar næstkomandi. Sameinast Íslendingar þá fólki í yfir 200 löndum um að dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi.

Ungmennaráð lýsir yfir áhuga á því að taka þátt í skipulagningu viðburðarins, enda mjög mikilvægt framtak. Ungmennaráð óskar að auki eftir þátttöku sem flestra stofnana á Fljótsdalshéraði í viðburðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Vegahús - ungmennahús

Málsnúmer 201802102

Fyrir liggur vinna við þróun og eflingu Vegahússins, skv. starfsáætlun ungmennaráðs.

Í vinnslu.

6.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201812006

Fyrir liggur bókun bæjarráðs þar sem samþykkt er að óska eftir því við ungmennaráð að það geri tillögu um hvernig sveitarfélagið geti staðið að kynningu heimsmarkmiða S.Þ. fyrir íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins. Jafnframt komi ungmennaráð með ábendingar um hvernig samþætta megi markmiðin og stefnumótun sveitarfélagsins almennt.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að stofnaður verði starfshópur um gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins, enda ótækt að víðfeðmasta sveitarfélag landsins skuli ekki vinna eftir markvissri umhverfisstefnu. Verði Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi við þá vinnu. Starfshópurinn kæmi þá einnig að kynningu Heimsmarkmiðanna í gegnum stefnuna og áætlun um hvernig hægt væri að framfylgja þeim.

Ungmennaráð óskar eftir virkri þátttöku í slíkum starfshópi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201808169

Fyrir liggur vinna við Ungmennaþing 2019.

Þingið verður haldið 4. apríl 2019 og er heiti þess "Ég vil móta mína eigin framtíð."

Að öðru leyti í vinnslu.

8.Forvarnadagur 2019

Málsnúmer 201901060

Fyrir liggur vinna starfsfólks sveitarfélagsins við Forvarnadag 2019.

Ungmennaráð óskar eftir því að starfsmaður ráðsins fái hugmyndir frá unglingastigi grunnskólanna varðandi skipulag forvarnadagsins.

Að öðru leyti er dagskrá í vinnslu.

9.Markmið og verkefni ungmennaráðs 2018-2019

Málsnúmer 201901107

Farið yfir markmið og verkefni ungmennaráðs á starfsárinu. Rætt um möguleika ungmennaráðs til að efla ungmenni í sveitarfélaginu og hugmyndir að ýmsum verkefnum.

Í vinnslu.

10.Þing um málefni barna

Málsnúmer 201901115

Fyrir liggur tölvupóstur frá umboðsmanni barna er varðar þing um málefni barna sem haldið verður í nóvember n.k.

Ungmennaráð Fljótsdalshérað lýsir yfir ánægju með hugmyndina og leggur til að Fljótsdalshérað taki virkan þátt í þinginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ungt fólk og lýðræði 2019

Málsnúmer 201901128

Fyrir liggur tölvupóstur frá UMFÍ þar sem auglýst er ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem fer fram í apríl næstkomandi.

Ungmennaráð leggur til að tveir fulltrúar ráðsins fari, ásamt starfsmanni, á ráðstefnuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Bókun vegna umræðu á Alþingi - kosningar til sveitarstjórna

Málsnúmer 201901159

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fagnar áframhaldandi umræðu á Alþingi um lækkun kosningaaldurs í 16 ár og telur gríðarlega mikilvægt að ungmenni fái aukna aðkomu að lýðræðisþáttöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.