Vegahús - ungmennahús

Málsnúmer 201802102

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 66. fundur - 21.02.2018

Umræður um Vegahúsið, starfsemi þess og framtíð. Fulltrúar ungmennaráðs og Vegahúss fara á Landsþing ungmennahúsa á Akureyri í byrjun mars.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 70. fundur - 30.08.2018

Ungmennaráð fagnar auknum umsvifum í Vegahúsinu á komandi starfsári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 76. fundur - 24.01.2019

Fyrir liggur vinna við þróun og eflingu Vegahússins, skv. starfsáætlun ungmennaráðs.

Í vinnslu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 83. fundur - 06.11.2019

Fyrir liggur umræða um starfsemi Vegahússins ungmennahúss.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs telur nauðsynlegt að vinna að þróun og markmiðum Vegahússins og starfsemi þess.

Ráðið leggur til að fulltrúar ungmennaráðs, fulltrúar NME og starfsmenn Vegahússins hittist og fari yfir stöðuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 86. fundur - 06.02.2020

Undir þessum lið mætti Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði, og ræddi málefni ungmennahúss við ungmennaráð.

Ungmennaráð þakkar Árna kærlega fyrir greinargóðar upplýsingar um starfsemi Vegahússins ungmennahúss.

Ungmennaráð hefur áhuga á því að efla enn frekar starfsemi Vegahússins í samstarfi við starfsfólk þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Árni Pálsson