Fyrir liggur viðburðurinn Milljarður rís sem fram fer í Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 14. febrúar 2020. Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á Íslandi. Viðburðurinn er einn sá stærsti í heimi en hann gengur út á það að sameina fólk í yfir 200 löndum í dansi til höfuðs hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn óréttlæti, mótlæti, misbeitingu og ofbeldi í daglegu lífi.
Ungmennaráð óskar eftir því að forstöðufólk allra stofnana á Fljótsdalshéraði hvetji sitt starfsfólk til að taka þátt í viðburðinum og geri því kleift að dansa gegn ofbeldi.
Ungmennaráð óskar eftir upplýsingum um vetrarþjónustu á Fljótsdalshéraði, m.a. forgangsröðun og þjónustu við gangandi vegfarendur, og eins hvernig vetrarþjónusta er hugsuð í nýju sveitarfélagi.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að áfram verði haldið að leggja nýja og fegra þá göngu- og hjólastíga sem nú þegar eru til staðar í sveitarfélaginu. Sérstaklega þyrfti að skoða göngustígamál í Fellabæ.
Þá leggur ráðið til að kannað verði sérstaklega möguleika þess að leggja göngu- og hjólastíg að Vök Baths.
Fyrir liggja upplýsingar og reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.
Undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson, verkefnisstjóri umhverfismála á Fljótsdalshéraði, og svaraði spurningum ungmennaráðsmeðlima.
Ungmennaráð þakkar Frey kærlega fyrir greinargóð svör og upplýsingar.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að allar leiðbeiningar um sorpflokkun og almennar upplýsingar um þau mál séu gerðar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á Íslandi. Viðburðurinn er einn sá stærsti í heimi en hann gengur út á það að sameina fólk í yfir 200 löndum í dansi til höfuðs hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn óréttlæti, mótlæti, misbeitingu og ofbeldi í daglegu lífi.
Ungmennaráð óskar eftir því að forstöðufólk allra stofnana á Fljótsdalshéraði hvetji sitt starfsfólk til að taka þátt í viðburðinum og geri því kleift að dansa gegn ofbeldi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.