Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

86. fundur 06. febrúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Björn Benedikt Andrésson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Elísabeth Anna Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Sveinn Björnsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Valþór Gauti Þórhallsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Milljarður rís

Málsnúmer 201901092

Fyrir liggur viðburðurinn Milljarður rís sem fram fer í Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 14. febrúar 2020.
Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á Íslandi. Viðburðurinn er einn sá stærsti í heimi en hann gengur út á það að sameina fólk í yfir 200 löndum í dansi til höfuðs hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn óréttlæti, mótlæti, misbeitingu og ofbeldi í daglegu lífi.

Ungmennaráð óskar eftir því að forstöðufólk allra stofnana á Fljótsdalshéraði hvetji sitt starfsfólk til að taka þátt í viðburðinum og geri því kleift að dansa gegn ofbeldi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vetrarþjónusta - mokstur, hálkuvarnir o.fl.

Málsnúmer 202001139

Umræða um vetrarþjónustu í þétt- og dreifbýli.

Ungmennaráð óskar eftir upplýsingum um vetrarþjónustu á Fljótsdalshéraði, m.a. forgangsröðun og þjónustu við gangandi vegfarendur, og eins hvernig vetrarþjónusta er hugsuð í nýju sveitarfélagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Málefni grunnskóla

Málsnúmer 202001140

Umræða um málefni grunnskóla, aðalnámskrá og undirbúning fyrir framhaldsskólanám.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri, komi á næsta fund ráðsins og ræði þessi mál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Göngu- og hjólastígar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202001141

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að áfram verði haldið að leggja nýja og fegra þá göngu- og hjólastíga sem nú þegar eru til staðar í sveitarfélaginu. Sérstaklega þyrfti að skoða göngustígamál í Fellabæ.

Þá leggur ráðið til að kannað verði sérstaklega möguleika þess að leggja göngu- og hjólastíg að Vök Baths.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002

Fyrir liggja upplýsingar og reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Starfsáætlun ungmennaráðs 2019-2021

Málsnúmer 201910032

Yfirferð og umræða um starfsáætlun ungmennaráðs.

7.Flokkun sorps - leiðbeiningar

Málsnúmer 202001142

Undir þessum lið mætti Freyr Ævarsson, verkefnisstjóri umhverfismála á Fljótsdalshéraði, og svaraði spurningum ungmennaráðsmeðlima.

Ungmennaráð þakkar Frey kærlega fyrir greinargóð svör og upplýsingar.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að allar leiðbeiningar um sorpflokkun og almennar upplýsingar um þau mál séu gerðar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson

8.Vegahús - ungmennahús

Málsnúmer 201802102

Undir þessum lið mætti Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði, og ræddi málefni ungmennahúss við ungmennaráð.

Ungmennaráð þakkar Árna kærlega fyrir greinargóðar upplýsingar um starfsemi Vegahússins ungmennahúss.

Ungmennaráð hefur áhuga á því að efla enn frekar starfsemi Vegahússins í samstarfi við starfsfólk þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Árni Pálsson

Fundi slitið - kl. 18:00.