Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002

Íþrótta- og tómstundanefnd - 43. fundur - 12.07.2018

Fyrir liggja breytingar á reglum um tómstundaframlag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 56. fundur - 06.11.2019

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglur um tómstundaframlag verði uppfærðar í samræmi við umræður á fundinum og lagðar fyrir á næsta fundi.

Þá leggur nefndin til að frá og með áramótum fari umsóknir um tómstundaframlag sveitarfélagsins allar í gegnum Nóra, skráningar- og umsýslukerfi, og þau félög sem bjóða upp á námskeið sem samræmast reglum um tómstundaframlag nýti sér það kerfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 83. fundur - 06.11.2019

Fyrir liggja reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins sem samþykktar voru 2018.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á það að tómstundaframlag sveitarfélagsins verði hækkað töluvert frá því sem nú er og það þróað áfram, til að gera öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu kleift að stunda skipulagðar tómstundir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 57. fundur - 28.11.2019

Fyrir liggja yfirfarnar reglur um tómstundaframlag Fljótsdalshéraðs til viðbótar við bókun ungmennaráðs frá 6. nóvember 2019.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 85. fundur - 09.01.2020

Fyrir liggja nýjar reglur um tómstundaframlag Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fagnar því að tómstundaframlag sveitarfélagsins hækkar á árinu og eins að aldurstakmark hefur verið hækkað í 18 ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 86. fundur - 06.02.2020

Fyrir liggja upplýsingar og reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 60. fundur - 27.02.2020

Fyrir liggja reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins og bókun ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs um að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindi ungmennaráðs og telur sjálfsagt að yfirfara reglur um tómstundaframlag fyrir árið 2020 með bókun ugmennaráðs í huga.

Málið tekið aftur upp á næsta fundi nefndarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 61. fundur - 26.03.2020

Fyrir liggja drög að nýjum reglum um tómstundaframlag.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglum um tómstundaframlag verði breytt þannig að þær nýtist ungmennum á aldrinum 16-18 ára einnig til kaupa á kortum í líkamsrækt.

Leggur nefndin til að þessi breyting verði gerð til reynslu í eitt ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.