Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglur um tómstundaframlag verði uppfærðar í samræmi við umræður á fundinum og lagðar fyrir á næsta fundi.
Þá leggur nefndin til að frá og með áramótum fari umsóknir um tómstundaframlag sveitarfélagsins allar í gegnum Nóra, skráningar- og umsýslukerfi, og þau félög sem bjóða upp á námskeið sem samræmast reglum um tómstundaframlag nýti sér það kerfi.
Fyrir liggja reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins sem samþykktar voru 2018.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á það að tómstundaframlag sveitarfélagsins verði hækkað töluvert frá því sem nú er og það þróað áfram, til að gera öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu kleift að stunda skipulagðar tómstundir.
Fyrir liggja upplýsingar og reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.
Fyrir liggja reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins og bókun ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs um að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindi ungmennaráðs og telur sjálfsagt að yfirfara reglur um tómstundaframlag fyrir árið 2020 með bókun ugmennaráðs í huga.
Fyrir liggja drög að nýjum reglum um tómstundaframlag.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglum um tómstundaframlag verði breytt þannig að þær nýtist ungmennum á aldrinum 16-18 ára einnig til kaupa á kortum í líkamsrækt.
Leggur nefndin til að þessi breyting verði gerð til reynslu í eitt ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.